Já ég fór á ættarmót um seinustu helgi og komst af því að ég á helling af ættingjum sem ég hef bara aldrei séð...
Helstu fréttir í ættinni voru þær að söngvarinn í Ampop væri frændi okkar...! Greyið strákurinn fékk ekki frið fyrir fólki sem spurði "Hvað er Ampop?"
Mamma dróg mig til að tala við einhvern frænda minn þarna sem var að tala við einhverjar gamlar kjellur og leiddist svolítið. Eftir smá spjall vorum við búin að komast að því að við vorum saman í skóla (Kvennó) í eitt ár og hann var að æfa skíði með Víkingi (og ég á fullt af vinum og kunningjum þaðan!). Já þetta er lítill heimur...
...annars held ég því fram að ættarmót sé afsökun til að fylla heila ætt í einu.
Ég er búin að sofa yfir mig full oft í þessari viku (þ.e.a.s. 3 sinnum) þannig að ég ákvað að vakna snemma í dag. Það sem vakti mig fullkomlega þegar ég var að ganga upp að strætó skýli var að lítill fatlaður strákur klappaði fyrir mér þegar ég arkaði upp Sauðásinn...
Nú langar mig óheyrilega mikið að hlusta á Greifana. Ekki það að ég hlusti á þá reglulega.
Lag dagsins:
Frystikistulagið - Greifarnir
(er þetta bara ég eða eru þeir svoldið hommalegir?...nee þetta er bara ég)
-Björk