þriðjudagur, 31. júlí 2007

Never a frown...

Mér leiðist og ég er búin að drekka of mikið af kaffi í kvöld...

Þessvegna fletti ég upp á kaffiheiti á mörgum tungumálum. Hér koma þau helstu:
Qahwa (arabíska)
Buna (eþíópíska)
Kahvi (finnska)
Gafae (tælenska)
...nei þetta er ekkert gaman lengur.

















Ég er búin að hlusta mikið á Stranglers í dag, og þá bara það eina lag sem ég hlusta á með þeim. Þetta er líka snilldar lag. Þessvegna er það lag dagsins í dag.

Lag dagsins:
Golden Brown - The Stranglers
.
Jæjja, látum þetta verða stutt hrip í dag, næsta verður fyrir verslunarmannahelgina.
-------
-Björk



fimmtudagur, 26. júlí 2007

Litla Ísland

Já ég fór á ættarmót um seinustu helgi og komst af því að ég á helling af ættingjum sem ég hef bara aldrei séð...

Helstu fréttir í ættinni voru þær að söngvarinn í Ampop væri frændi okkar...! Greyið strákurinn fékk ekki frið fyrir fólki sem spurði "Hvað er Ampop?"

Mamma dróg mig til að tala við einhvern frænda minn þarna sem var að tala við einhverjar gamlar kjellur og leiddist svolítið. Eftir smá spjall vorum við búin að komast að því að við vorum saman í skóla (Kvennó) í eitt ár og hann var að æfa skíði með Víkingi (og ég á fullt af vinum og kunningjum þaðan!). Já þetta er lítill heimur...

...annars held ég því fram að ættarmót sé afsökun til að fylla heila ætt í einu.

Ég er búin að sofa yfir mig full oft í þessari viku (þ.e.a.s. 3 sinnum) þannig að ég ákvað að vakna snemma í dag. Það sem vakti mig fullkomlega þegar ég var að ganga upp að strætó skýli var að lítill fatlaður strákur klappaði fyrir mér þegar ég arkaði upp Sauðásinn...

Nú langar mig óheyrilega mikið að hlusta á Greifana. Ekki það að ég hlusti á þá reglulega.

Lag dagsins:
Frystikistulagið - Greifarnir












(er þetta bara ég eða eru þeir svoldið hommalegir?...nee þetta er bara ég)

-Björk

miðvikudagur, 18. júlí 2007

The devil is a computer

Helvítis prentari...!
Hann hefur eitthvað á móti mér. Blöðin festast bara alltaf inní honum þegar ég ætla að prenta!

Annars held ég að öll tæki hafi eitthvað sérstaklega mikið á móti mér. T.d. hafa tvær tölvur brætt úr sér akkurat þegar ég var að nota þær. Núna hefur tölvan mín líka verið eitthvað leiðinleg. Nokkrum sinnum hefur komið einhver texti á skjáinn sem byrjar einhvernveginn svona :"If this is the first time you see this please restart your computer. If it's not, please let someone take a look at your computer..." . Ja kannski stóð eitthvað annað en það var eitthvað svipað, en ég fer bara alltaf í svo mikið panikk að ég kippi tölvunni úr sambandi. Þessi texti hefur komið svona u.þ.b. fjórum sinnum uppá skjáinn en seinast kom eitthvað á þessa vegu (svona svartur sjárinn og hvítir stafir): "DANGER! Please get your computer repared."

En nei nei, eftir að ég er búin að fá þessar hótanir frá tölvunni minni, kveikir pabbi á tölvunni eins og ekkert sé og allt er í góðu! ...þetta er ekki alveg í lagi.













-Björk, the computer-crasher

þriðjudagur, 17. júlí 2007

Útsala...!

"Er útsala á öllu?", "Á hverju er útsala?", "Er 50% af þessu?", "Ég sé enga miða...!". Já þessar útsölur geta gert mann sturlaðann. Persónulega hef ég aldrei farið á útsölu einhversstaðar og ætlast til þess að allt í búðinni sé á útsölu!!! Hvar ættu nýju vörurnar þá að vera?!? ...ég kaupi líka alltaf nýjar vörur þegar ég fer á útsölu :/
Seinustu helgi gerði ég lítið annað en að sitja á rassinum og éta snakk. "Þú ert alltaf að éta snakk" heyrist frá einni... Ég held ég sé bara alltaf étandi yfir höfuð! Ég enda örugglega sem 500 kg hlass í rafmagnshjólastól.

...vonandi ekki samt.

Var að hlusta á Cream áðan í strætó og mér finnst dagurinn í dag alveg tilvalinn til að hlusta á Cream. Sunshine of Your Love er óumdeilanlega besta lagið þeirra, ja eða mér finnst það bara.
.
Lag dagsins:
Sunshine of Your Love - Cream














.
.
.
.
-Björk
.
Ps. Þessi mynd kom auðvitað þegar ég leitaði að Cream

laugardagur, 7. júlí 2007

Gone like yesterday...and the day before

Sælt.

Í dag ætla ég og einhverjir fleiri að skella okkur út á Akranes á Írska daga. Aðal málið er samt lopapeysuballið sem þar verður haldið.

Pii var að fara áðan.

Vá mig grunaði ekki að ég myndi sakna hennar svona mikið.


















Ég gaf henni geisladisk með 100 íslenskum 80's lögum þannig að eitt lag af þeim disk situr ofarlega í huga mér núna... þetta lag er bara snilld.

Lag dagsins:
Fram á nótt - Ný Dönsk

-Björk

þriðjudagur, 3. júlí 2007

Ástarjátningar og ís

Sælt.

Í vinnunni fær maður brandara, ástarjátningar og ís alveg beint í æð.

"Viltu halda á ísnum mínum, þú mátt sko alveg fá þér ef þú villt" sagði homminn sem var að leita að visa kortinu sínu. Ég hélt á ísnum en gekk ekki svo langt að svolgra hann í mig.

Í gær varð ég líka furðulostin þegar kona sem ég var að tala við í símann var svo glöð með að við ættum rúm handa dóttur hennar að setningar eins og "Ég elska þig", "Þú ert yndisleg" og "Rosalega ertu góð við mig" voru notaðar óspart í þessu símtali (ekki af mér).

Ein kona hélt því líka fram að ég héti Björk Sumarstúlka, en ég veit ekki afhverju.

Í gærkvöldi plataði Tinna mig í bíó ásamt Kristjáni og Hlyni. Ég hafði ekki hugmynd um hvað við vorum að fara að sjá, en hefði ég vitað það þá hefði ég sagst hafa önnur plön! Við drifum okkur í Regnbogann á mynd sem heitir 28 Weeks Later, en hún er greynilega einhver framhaldsmynd af annarri mynd sem heitir eitthvað svipað. Ég hef aldrei í lífinu verið eins hrædd þó að myndin hafi fjallað um einhverja mjög ólíklega mannætuveiru. Ég fékk harðsperrur eftir alla kyppina sem ég tók og neglurnar mínar eru ekki lengur eins langar og þær voru...



























-Björk