miðvikudagur, 9. janúar 2008

Fratelli D'Italia

Halló!

Afsakið...blogg einusinni í mánuði er ekki ásættanlegt, ég veit. Held að Hildur þurfi líka að fara að taka sig á, og Sigrún. En það voru jól þannig að asökunarbeiðnir eru víst óþarfar.

Já um jólin fór ég til Ítalíu, Madonna di Campiglio, á skíði með hele familien. Við vorum sem sagt 10 saman í hóp, þ.e. ég (bökkurinn), gömlu hjónin, Baldur (baldsmaður), María (murfy), Sigrún Linda (siggali), Daníel Björn (danni búi), Amma Linda (ammæli), Eva og Gunni. Ég og Linda, tengdamamma bróður míns gistum saman í herbergi (og meira að segja í hjónarúmi!) og hefur hún óspart verið að finna önnur nöfn á fólk (tja ásamt fleirum). Linda var brotin og komst því ekki á skíði en þó svo að Daníel Björn (10 mán) geti nú varla staðið hvað þá skíðað fékk hann skíða passa... já hann kom samt bara uppí fjall til að vera með okkur í hádeginu. Tinna vinkona og foreldrar hennar voru líka á svæðinu og við eyddum miklum tíma með þeim.

Ég vil nú ekki vera að fara djúpt í ferðasöguna en hér koma punktar sem stóðu uppúr:
  • Frábært veður og frábært færi.
  • Ítalir reyndu að fylla mann á ýmsa vegu, bæði af mat og áfengi.
  • Sigrún Linda stóð sig vel í skíðakennslunni.
  • Ég týndist í ölpunum (Groste), fór upp með einum lengsta kláfi sem til er (20 min) og þurfti að fá leiðsögn Ítala niður á svæði sem ég þekkti.
  • Brettaupplifun mín og Tinnu var ekkert spes, og ákváðum við að nota skíðin það sem eftir var ferðarinnar.
  • Fjórhjólaferð uppí fjöll var alveg mögnuð .
  • Aðeins 2 diskótek eru eftir í Madonna di Campiglio, hin 2 hafa brunnið með stuttu millibili. Það seinna brann kl. 12 á gamlársdag...flott gamlársbrenna!
  • Ítölum finnst greynilega gaman að brjóta kampavínsflöskur og sprengja á umferðargötunum og vorum við Tinna næstum því sprengdar upp á aðfaranótt nýársdags.

Fyrir utan smá veikindi heppnaðist ferðin vel og eru ferðalangar staðráðnir í því að endurtaka verður ferðina við tækifæri. Tekið var lítið að jólagjöfum með í för en mikið var um myndir af jólagjöfum sem biðu svo heima á Íslandi. Ég fékk t.d. Holgu myndavél frá Baldri og fjölskyldu og hún héltathygli minni það sem eftir var af kvöldinu (teipa og setja saman).

Gullkorn ferðarinnar:
1.Tinna var að reyna að kaupa ólívur í búðinni og reyndi nokkrum sinnum að segja ólívur skiljanlega á einhverskonar útlensku. Þá heyrði hún strák fyrir aftan hana kalla “OLIVER” þannig að hún lét á það reyna. Strákurinn fyrir aftan hana var því miður að kalla á vin sinn Oliver.
2.María hljálpaði gamalli konu sem hafði dottið í hálku á fætur. Konan þakkaði vel fyrir sig “Grazie, grazie” og María sem ætlaði að vera voða klár í Ítölsku stundi útúr sér “pergo”. Parket hefur kannski verið ofarlega í huga hennar þessa stundina.

En meira var það ekki. Ég fékk tvo geisladiska í jólagjöf, Hjaltalín diskinn frá Tinnu og Myth Takes með !!!(Chk Chk Chk) frá Hildi. Þeir eru báðir mjög góðir og venjast vel. En lag dagsins er af Myth Takes, þessi hljómsveit er algjör snilli.

Lag dagsins:
Heart of Hearts - !!! (Chk Chk Chk)



















Takk í dag!