föstudagur, 29. febrúar 2008

Er þetta skrúðganga? Nei þetta er Júróvísjón...

Nei heyrðu mig! Það er ennþá febrúar, heppin var ég að græða einn dag. En ég sem ætlaði að vera í verkfalli í febrúar.

Febrúar! Líklegast misheppnaðasti mánuðurinn í sögunni! Þá eru útsölur, próf, verkefnaskil og lestrarbækur mjög vinsælar. Og trúið mér, eitt af því sem ég hata mest af þessu eru útsölur. Dæmi:
"Er þetta á útsölu?" (plííís það eru merkimiðar útum aaaalllt)
"Er ekki allt á útsölu?" (nei þetta er ekki rýmingarsala!)
"Fæ ég ekki meiri afslátt kannski?" (jújú, þetta er bölvað drasl)
"Hvað kostar þetta?" (ertu viss um að þú viljir vita það?)
... nei kannski er ég aðeins of bitur og neikvæð. En fólk getur líka verið býsna neikvætt á útsölum að mínu mati!


Síðastliðnar vikur hafa gengið útá það að hlaupa á eftir strætó. Ég held ég sé orðin heimsmeistari í því... nei gæti verið að Hildur sé á svipuðu róli. Í þessari viku hljóp ég til dæmis alla morgnana á eftir strætó, nema þegar ég svaf of mikið yfir mig og mætti klukkan 11:20 í skólann... Mér hefur líka tekist óvenju oft að missa af strætó á leið úr skólanum (þó svo að strætóskýlið sé bara við hliðiná skólanum).


En já, ég held ég sé að fá alsæmer eða minnisleysi á háu stigi... án gríns man ég ekki neitt. Ekkert! Ég geng í gegnum einar dyr með einhverja flugu í höfðinu en hún er farin áður en ég er búin að ganga 3. skref hef ég gleymt henni. Sama gerist með allt sem ég hugsa, plana að gera eða nei... ég er búin að gleyma því.


Þetta er örugglega bitrasta blogg sögunnar þannig að eitt gott lag verður að koma í endann! Það mun vera með hinni geisihressu hljómsveit Of Montreal (sem sumir eins og ég hafa kannski séð á Airwaves á ágúst). Eftir að hafa hlustað á þennan geisladisk oftar og oftar verður hann bara betri...algjör snilld!

Bunny Ain't No Kind Of Rider - Of Montreal





















Jæjja já, bless í bili og hittumst hress og kát í nýjum og hressum mánuði!
-Björk.