föstudagur, 23. maí 2008

Evrópugól

Sælt veri fólkið. Nú hef ég nóg að hripa niður en er líklegast búin að gleyma svolitlu af bullinu áður en ég næ að skrifa það niður.

Síðastliðnar vikur, eða við getum sagt í seinasta mánuði var Eurovision það eina sem fjölmiðlar töluðu um. Umræður um það eru löööngu gleymdar þannig að afhverju ekki að vekja þetta aftur upp 2. vikum of seint?
Sjálfsagt hver einasti Íslendingur hefur séð eða að minnsta kosti veit hvað Söngvakeppni Evrópu sem betur er þekkt sem Eurovision er. Hvergi annarsstaðar í heiminum eru haldin eins mörg og stór Eurovision partý og á Íslandi.. flestir vita ekki einusinni hvað þetta er.

Hér kemur mín útskýring á þessu fyrirbæri:
Keppni fyrir þá sem gaman hafa af því að setjast niður og hlusta á frear leiðinlega tónlist, helling af ballöðum sem hljóma allar eins, lélegt teknó og ömurlegt rokk...tja ásamt nokkrum flipp atriðum.

Ég held ég hafi horft á allar keppnirnar sem hafa verið haldnar síðan ég var svona sirka eins árs. Þetta var voða gaman þegar maður var lítill og er það reyndar enn en ég get samt eiginlega ekki hlustað á þessi lög. Stemningin við þessa keppni eru hinsvegar partýin! Alveg sama hversu léleg lögin verða þá eru partýin snilld! Í ár held ég að ég hafi bara heyrt eitt lag sem mér fannst eitthvað varið í, það var framlag Frakklands með honum Sebastian Tellier sem var mergjuð snilld. Endilega hlustið á það hér.

Finnar horfa líka á Eurovision þó þeir taki því kannski ekki alveg eins alvarlega og Íslendingar. Ég var nefnilega að koma frá Finnlandi að hitta hana Pii sem var skiptinemi hjá mér seinasta ár. Hún sagðist hafa kosið Ísland í keppninni (en þetta var klárlega lélegt lag).

Allavega Finnland! Ég ætla að lýsa fyrir ykkur hvað maður sér þegar maður keyrir eins mikið og við gerðum (keyrðum þá vegalengd sem samsvarar 2.
 hringjum í kringum Ísland, á 10 dögum):
Tré, tré, tré, tré, tré, tré, tré, tré, tré, hús, tré, tré, tré, tré, tré, tré, tré, tré, tré, tré, tré, tré, tré, kioski (búð 'in the middle of nowhere'), tré, tré, tré, tré, tré, hús, tré, tré, tré, tré, tré, hreindýr, tré, tré, tré, tré, tré, tré, hús, tré, tré, tré... o.s.frv.















Við vegarkantinn sér maður svo þríhyrnd skilti með mynd af elg og fyrir neðan hana stóð yfirleitt einhver km tala s.s. 2,7 km. Ætla mætti að eftir 2,7 km biði eitt stykki elgur á miðjum veginum tilbúinn að láta keyra á sig, en sú er ekki raunin. Ég ætla að giska á að þetta sé lengdin á svæðinu sem að elgur gæti verið á en ég hef ekki hugmynd um hvernig vegagerðarmennirnir vissu þetta vegna þess að elgurinn gæti alvge gengið km í viðbót og verið kominn út úr svæðinu sínu, þar sem að það eru skógar allsstaðar og maður býst alltaf við því að eitt stykki elgur komi hlaupandi út úr sóginum og beint á bílinn! Allavegana, ég pældi mikið í þessu á keyrslu okkar um Finnland.

















Við ferðuðumst frá Helsinki alveg lengst í norður og héldum þaðan áfram enn norðar og yfir heimskautsbauginn í Lapplandi. Í lapplandi hittum við fyrir 'hinn eina sanna jólasvein' og hann avr mjög hress. Hann sagðist eiga 13 vini á Íslandi og útum allt húsið voru myndir af honum og allskonar frægu fólki þ.á.m. Ólafi Ragnari Grímssyni og einhverjum leikurum úr Bold and the Beautiful. Eitt sem ég skyldi ekki var það hvernig jólasveinninn gat verið svona virkilega breytilegur milli ára...































Ég held ég segi ekki meira í bili enda eruð þið örugglega orðin þreytt á bullinu í mér. Hinsvegar vil ég benda ykkur á að hlusta á LCD Soundsystem til að gera ykkur glaðan dag í rigningunni! Lag dagsins er þessvegna af plötunni Sound Of Silver með LCD Soundsystem.

Lag dagsins:
Time To Get Away - LCD Soundsystem
























Takk í dag,
Björk.

mánudagur, 12. maí 2008

Allt fyrir þig

Jæjja nú jæjja.

Sigrún mín hefur kvartað sáran yfir bloggleysi, en ekki er að skrítið þar sem að ég hef verið frekar lélegur hripari að undanförnu. Ég kenni slappleika, hálsbólgu, kvefi og blóðnösum um þetta en allir vita að það er ekki gild skýring.

Ég heyrði besta svona "spontanious" brandara í heimi í sjónvarinu áðan (en ég tek það fram að ég var ekki að horfa á þennan þátt) í einhverjum Júróvísíon þætti. Meistari Dr. Gunni sagði "Ætli þeir eigi súkkulaði sem heitir Iceland í Möltu?" .... váaa best í heimi.











Það er alveg ótrúlegt hversu gott veður það hefur verið uppá síðkastið. Er þetta reyndar ekki alltaf gott veður á þessum tíma
 árs? Svona rétt á meðan allir eru í prófum og væru meira en allt til í að fara út  frekar en að hanga inni að læra. Ég held þetta sé svona samsæri. Sem betur fer þarf ég bara að taka tvö lokapróf að þessu sinni og er ég meira að segja búin með eitt. En próf eru klárlega leiðinlegasta lesefni sögunnar.

En ég ætla að leyfa fólkinu að halda áfram með próflesturinn en benda ykkur á það að ekki er slæmt að kveikja á Kings of Leon og gleyma sér í nokkrar mínútur. Ef þú getur ekki lært með það í bakgrunni væri ekki slæm hugmynd að setja Herbie Hancock eða jafnvel Keith Jarrett í tækið...

Lag dagsins:
Knocked Up - Kings Of Leon

















Ég læt þetta gott heita í dag en læt heyra í mér aftur sem allra fyrst.
-Björk.

laugardagur, 29. mars 2008

Meinyrði

Hæhó.

Gleðilega helgi.

Nú hefur fall krónunnar og hækkandi verð á öllum fjandanum verið mikið í umræðum og að ég held það eina sem um er talað í 8 og tíu fréttum sjónvarpsstöðva. Allar búðir hækka nú verð á vörum sínum um tíkalla (réttara sagt fiska), hundrað
kalla (fiska), þúsundkalla (karla, nei er ekki annars kona?) og jafnvel mörg hundruð þúsunda vegna þess að vörur þeirra eru keyptar á erlendum lánum!

Í gær fékk ég að dúsa í Grafarvoginum í góða klukkustund að bíða eftir strætisvagni. Fyrstu tuttugu mínúturnar vissi ég reyndar ekki að strætó myndi ekki koma
 þannig að ég stóð úti í frystandi gluggaveðrinu. Þegar verslunarstjórinn í vinnunni minni hringdi síðan í mig og spurði hvar ég væri þá fékk ég að vita að trukkar sem reyndar höfðu stoppað allt í Ártúnsbrekkunni á fimtudaginn væru nú farnir að rúnta um borgina á 5 km/klst og kæmi því strætóinn  örugglega ekki strax. Ástæðan fyrir mótmælum var sú að þeir vildu fá lækkandi bensín og olígjald ásamt því að mótmæla sektum
 Vegagerðarinnar. Það sem ég fór þá að velta fyrir mér, að vissulega hafa þessi mótmæli trukkabílstjóranna áhrif og vekja athygli en þau bitna þó aðallega á hinum almenna borgara en mjög lítið á stjórnvöldum. Til dæmis leiddu mótmælin til þess að
 strætisvagnar genu ekki, ég kom tæpum 2. klukustundum
 (1 1/2 kannski) of seint í vinnuna og greyið verlsunarstjórinn fékk ekki að borða fyrr en 
rúmlega tvö leytið.
Þetta leiddi örugglega til þess að einhver missti af atvinuviðtali, annar missti af flugi, enn annar missti af tíma hjá tannlækni o.s.frv.

En hvað um það, gott framtak samt sem áður hjá trukkabílstjórum borgarinnar og úthverfa.

Vegna þess að dagurinn í dag hefur verið rólegur og eintómt át í fermingarveislu vil ég mæla með Antony and the Johnsons. Yndisleg lög, ydisleg rödd..YNDISLEGT.

Lag dagsins:
For Today I am a Boy - Antony and the Johnsons

æji hlustiði líka á:

Cripple and the Starfish - Antony and the Johnsons























...og meðan ég man! Mitt fyrsta blogg á nýju tölvuna mína. Loksins.

Takk í dag,
Björk.

laugardagur, 22. mars 2008

Bæ bæ Ísland!

Jeeeess...

Páskafrí?
Eða bara smástund til að vinna upp uppsafnaða óunna heimavinnu?
Eða djammfrí?

Jah flestir kalla þetta örugglega ekki fyrsta kostinn. Enginn veit lengur afhverju páskarnir eru og þó svo að nokkuð margir íslendingar séu skráðir í íslensku þjóðkirkjuna efast ég um að meira en helmingurinn sé trúaður að vissu marki. En frí eru samt sem áður ávalt jákvæður hlutur, en eru páskarnir jákvæður hlutur? Allavega voru þeir það ekki fyrir tæpum 2000 árum...

Ég byrjaði fríið samt sem áður með pompi og prakt og skellti mér í rútu á leið Norður ásamt Hönnu. Í för voru urmull af fötum (frá mér), skíði, bretti, sundföt og annað nothæft.

Við gistum (á Akureyri ef enginn var búinn að fatta) hjá Tryggva frænda hennar Hönnu og leiddi hann okkur á ýmissa viðburði, s.s. :
  • Listasýningar
  • Bókamarkað
  • Hagkaup
  • Ríkið
  • Keiluna
  • Brynju
  • Búlluna

Á einni listasýnignunni var mér meira að segja boðið að spila í hljómsveit, sem ég reyndar afþakkaði pent. Og þá var ég orðin 7. manneskjan sem hafnaði þessu tilboði (án efa besta tilboðið)!

Einnig fórum við Hanna á skíði/bretti og slösuðum okkur lítillega. Þ.e.s. við vorum allavega vel marðar eftir þrjá daga í fjallinu.

Á miðvikudaginn hélt ég síðan ein á leið aftur heim til borgarinnar. Á leiðinni las ég Svartfugl, át ballerínukex, talaði við gamla karla og skrítnar og svaf. Held þetta hafi verið það allra skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu, sérstaklega af því að ég var ekki með iPod með mér.

Geisladiskamarkaðurinn í perlunni er opnaður! Geggjað, keypti mér 2 geisladiska á á fimmtudaginn og ef markaðurinn verður enn í gangi þegar útborgunardagur kemur fer ég án efa aftur þangað.

Einn af geisladiskunum sem ég keypti var Inside In Inside Out með The Kooks, sem ég hef reyndar hlustað á hjá henni Sigrúnu að mig minnir. Góður diskur já, og mjög breskur. Lag dagsins er því af þeim disk og er það án efa mest spilaða lagið af plötunni því það er svo best!

Lag dagsins
Naive - The Kooks



Takk í dag og 'gleðilega' páska.

-Björk.

föstudagur, 29. febrúar 2008

Er þetta skrúðganga? Nei þetta er Júróvísjón...

Nei heyrðu mig! Það er ennþá febrúar, heppin var ég að græða einn dag. En ég sem ætlaði að vera í verkfalli í febrúar.

Febrúar! Líklegast misheppnaðasti mánuðurinn í sögunni! Þá eru útsölur, próf, verkefnaskil og lestrarbækur mjög vinsælar. Og trúið mér, eitt af því sem ég hata mest af þessu eru útsölur. Dæmi:
"Er þetta á útsölu?" (plííís það eru merkimiðar útum aaaalllt)
"Er ekki allt á útsölu?" (nei þetta er ekki rýmingarsala!)
"Fæ ég ekki meiri afslátt kannski?" (jújú, þetta er bölvað drasl)
"Hvað kostar þetta?" (ertu viss um að þú viljir vita það?)
... nei kannski er ég aðeins of bitur og neikvæð. En fólk getur líka verið býsna neikvætt á útsölum að mínu mati!


Síðastliðnar vikur hafa gengið útá það að hlaupa á eftir strætó. Ég held ég sé orðin heimsmeistari í því... nei gæti verið að Hildur sé á svipuðu róli. Í þessari viku hljóp ég til dæmis alla morgnana á eftir strætó, nema þegar ég svaf of mikið yfir mig og mætti klukkan 11:20 í skólann... Mér hefur líka tekist óvenju oft að missa af strætó á leið úr skólanum (þó svo að strætóskýlið sé bara við hliðiná skólanum).


En já, ég held ég sé að fá alsæmer eða minnisleysi á háu stigi... án gríns man ég ekki neitt. Ekkert! Ég geng í gegnum einar dyr með einhverja flugu í höfðinu en hún er farin áður en ég er búin að ganga 3. skref hef ég gleymt henni. Sama gerist með allt sem ég hugsa, plana að gera eða nei... ég er búin að gleyma því.


Þetta er örugglega bitrasta blogg sögunnar þannig að eitt gott lag verður að koma í endann! Það mun vera með hinni geisihressu hljómsveit Of Montreal (sem sumir eins og ég hafa kannski séð á Airwaves á ágúst). Eftir að hafa hlustað á þennan geisladisk oftar og oftar verður hann bara betri...algjör snilld!

Bunny Ain't No Kind Of Rider - Of Montreal





















Jæjja já, bless í bili og hittumst hress og kát í nýjum og hressum mánuði!
-Björk.

miðvikudagur, 9. janúar 2008

Fratelli D'Italia

Halló!

Afsakið...blogg einusinni í mánuði er ekki ásættanlegt, ég veit. Held að Hildur þurfi líka að fara að taka sig á, og Sigrún. En það voru jól þannig að asökunarbeiðnir eru víst óþarfar.

Já um jólin fór ég til Ítalíu, Madonna di Campiglio, á skíði með hele familien. Við vorum sem sagt 10 saman í hóp, þ.e. ég (bökkurinn), gömlu hjónin, Baldur (baldsmaður), María (murfy), Sigrún Linda (siggali), Daníel Björn (danni búi), Amma Linda (ammæli), Eva og Gunni. Ég og Linda, tengdamamma bróður míns gistum saman í herbergi (og meira að segja í hjónarúmi!) og hefur hún óspart verið að finna önnur nöfn á fólk (tja ásamt fleirum). Linda var brotin og komst því ekki á skíði en þó svo að Daníel Björn (10 mán) geti nú varla staðið hvað þá skíðað fékk hann skíða passa... já hann kom samt bara uppí fjall til að vera með okkur í hádeginu. Tinna vinkona og foreldrar hennar voru líka á svæðinu og við eyddum miklum tíma með þeim.

Ég vil nú ekki vera að fara djúpt í ferðasöguna en hér koma punktar sem stóðu uppúr:
  • Frábært veður og frábært færi.
  • Ítalir reyndu að fylla mann á ýmsa vegu, bæði af mat og áfengi.
  • Sigrún Linda stóð sig vel í skíðakennslunni.
  • Ég týndist í ölpunum (Groste), fór upp með einum lengsta kláfi sem til er (20 min) og þurfti að fá leiðsögn Ítala niður á svæði sem ég þekkti.
  • Brettaupplifun mín og Tinnu var ekkert spes, og ákváðum við að nota skíðin það sem eftir var ferðarinnar.
  • Fjórhjólaferð uppí fjöll var alveg mögnuð .
  • Aðeins 2 diskótek eru eftir í Madonna di Campiglio, hin 2 hafa brunnið með stuttu millibili. Það seinna brann kl. 12 á gamlársdag...flott gamlársbrenna!
  • Ítölum finnst greynilega gaman að brjóta kampavínsflöskur og sprengja á umferðargötunum og vorum við Tinna næstum því sprengdar upp á aðfaranótt nýársdags.

Fyrir utan smá veikindi heppnaðist ferðin vel og eru ferðalangar staðráðnir í því að endurtaka verður ferðina við tækifæri. Tekið var lítið að jólagjöfum með í för en mikið var um myndir af jólagjöfum sem biðu svo heima á Íslandi. Ég fékk t.d. Holgu myndavél frá Baldri og fjölskyldu og hún héltathygli minni það sem eftir var af kvöldinu (teipa og setja saman).

Gullkorn ferðarinnar:
1.Tinna var að reyna að kaupa ólívur í búðinni og reyndi nokkrum sinnum að segja ólívur skiljanlega á einhverskonar útlensku. Þá heyrði hún strák fyrir aftan hana kalla “OLIVER” þannig að hún lét á það reyna. Strákurinn fyrir aftan hana var því miður að kalla á vin sinn Oliver.
2.María hljálpaði gamalli konu sem hafði dottið í hálku á fætur. Konan þakkaði vel fyrir sig “Grazie, grazie” og María sem ætlaði að vera voða klár í Ítölsku stundi útúr sér “pergo”. Parket hefur kannski verið ofarlega í huga hennar þessa stundina.

En meira var það ekki. Ég fékk tvo geisladiska í jólagjöf, Hjaltalín diskinn frá Tinnu og Myth Takes með !!!(Chk Chk Chk) frá Hildi. Þeir eru báðir mjög góðir og venjast vel. En lag dagsins er af Myth Takes, þessi hljómsveit er algjör snilli.

Lag dagsins:
Heart of Hearts - !!! (Chk Chk Chk)



















Takk í dag!

mánudagur, 3. desember 2007

Verður veður útaf veðri

Já sælt.

Á föstudaginn skellti ég mér á jólahlaðborð á Hótel Sögu með Lauru og Zetunni. Þar sem að meðalaldurinn á starfsfólki þarna er örugglega á milli 40. og 50. sáu ekki margir fyrir sér að ég gæti verið eitthvað lengi og bauðst Hanna til að sækja mig.
Hinsvegar var svo gaman að ég endaði með að fá far með yfirmanni mínum heim (reyndar bara klukkan 1) vegna þess að Hanna nennti ekki að bíða lengur. Ég held ég hafi bara sjaldan skemmt mér eins vel!

Veit einhver hvar maður finnur BYKO? Ég eyddi miklum tíma í að finna BYKO í gær en ég endaði í Blómaval að versla Hyasintu og blómapotta. En annars er mér alveg sama hvar BYKO er núna vegna þess að ég fann það sem ég var að leyta að í Te & Kaffi...

Heyrst hefur úti á götum að veðrið sé alltaf að breytast, það er svosem ekkert nýtt fyrir okkur. Hinsvegar breytist veðrið það ört (sól að hádegi, rigning kl 2, sviftivindar um 3. leytið, snjóbylur kl. 5, logn uppúr 7 og svo grenjandi rigning aftur um 8 til að losna við snjóinn og skapa smá hálku) að fólk talar ekki lengur um veðrirð heldur "sýnishornin".
Ég efa það að hvít jól séu framundan nema þá svona í klukkustund.

Í dag er víst tími fyrir jólalög. Já, ég þoli hreint ekki flest jólalög en ég verð að játa mig sigraða og viðurkenna að það er leyfilegt að spila jólalög í byrjun desember, en nóvember er ALLTOF snemmt! Ein af fáum jólaplötum sem mér finnst gaman af er Christmas Album með Jackson 5. Þetta var á þeim tíma þegar Michael var 12 ára og ennþá svartur og krúttlegur (annað en í dag).

Lag dagsins:
Give Love on Christmas Day - Jackson 5


















...vá, hárið er bara algjör snilld.

Takk í dag,
Björk.