mánudagur, 12. maí 2008

Allt fyrir þig

Jæjja nú jæjja.

Sigrún mín hefur kvartað sáran yfir bloggleysi, en ekki er að skrítið þar sem að ég hef verið frekar lélegur hripari að undanförnu. Ég kenni slappleika, hálsbólgu, kvefi og blóðnösum um þetta en allir vita að það er ekki gild skýring.

Ég heyrði besta svona "spontanious" brandara í heimi í sjónvarinu áðan (en ég tek það fram að ég var ekki að horfa á þennan þátt) í einhverjum Júróvísíon þætti. Meistari Dr. Gunni sagði "Ætli þeir eigi súkkulaði sem heitir Iceland í Möltu?" .... váaa best í heimi.











Það er alveg ótrúlegt hversu gott veður það hefur verið uppá síðkastið. Er þetta reyndar ekki alltaf gott veður á þessum tíma
 árs? Svona rétt á meðan allir eru í prófum og væru meira en allt til í að fara út  frekar en að hanga inni að læra. Ég held þetta sé svona samsæri. Sem betur fer þarf ég bara að taka tvö lokapróf að þessu sinni og er ég meira að segja búin með eitt. En próf eru klárlega leiðinlegasta lesefni sögunnar.

En ég ætla að leyfa fólkinu að halda áfram með próflesturinn en benda ykkur á það að ekki er slæmt að kveikja á Kings of Leon og gleyma sér í nokkrar mínútur. Ef þú getur ekki lært með það í bakgrunni væri ekki slæm hugmynd að setja Herbie Hancock eða jafnvel Keith Jarrett í tækið...

Lag dagsins:
Knocked Up - Kings Of Leon

















Ég læt þetta gott heita í dag en læt heyra í mér aftur sem allra fyrst.
-Björk.

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

bravissima!! hvað er samt heitt á íslandi núna? svona 10 gráður? það eru alltaf 30 gráður hérna og ég er að deyja úr hita!!!
ps. er ekki gaman að lesa komment hjá mer með íslenskum stöfum???

Björk sagði...

Júú hvað gerðist, hversvegna komu allt í einu íslenskir stafir?

Veit ekki hvað það er heitt, en það er ekki heitt allavega...

-Björk.

Nafnlaus sagði...

Já, nú er þessari prófaprísund loksins lokið, nú tekur bara við endalaus vinna og kannski fáeinar útilegur! ;)

//Hanna

Björk sagði...

Fáeinar????!?!?! $%/(%&#

Nei það verða sko margar margar margar! Margar!

Ég vil margar!

Ætla ekki að vinna neitt um helgar í sumar...

-Björk.

Nafnlaus sagði...

hei þið getið tjaldað í vinnunni minni, þannig get ég verið með. það væri geðveikt!

meðan ég man: ég verð svo að fá að sjá þessar myndir sem þú tókst af mér í stúdíóninu sem við bjuggum til (tók tvo tíma) og þú notaðir síðan ekki!! arrg

þér er fyrirgefið, kannski.

-hildur

Björk sagði...

Skal vinna nokkrar myndir fyrir þig Hildur mín og senda þér... dónt vörrí!

-Björk.

Björk sagði...

Skal vinna nokkrar myndir fyrir þig Hildur mín og senda þér... dónt vörrí!

-Björk.