miðvikudagur, 18. júlí 2007

The devil is a computer

Helvítis prentari...!
Hann hefur eitthvað á móti mér. Blöðin festast bara alltaf inní honum þegar ég ætla að prenta!

Annars held ég að öll tæki hafi eitthvað sérstaklega mikið á móti mér. T.d. hafa tvær tölvur brætt úr sér akkurat þegar ég var að nota þær. Núna hefur tölvan mín líka verið eitthvað leiðinleg. Nokkrum sinnum hefur komið einhver texti á skjáinn sem byrjar einhvernveginn svona :"If this is the first time you see this please restart your computer. If it's not, please let someone take a look at your computer..." . Ja kannski stóð eitthvað annað en það var eitthvað svipað, en ég fer bara alltaf í svo mikið panikk að ég kippi tölvunni úr sambandi. Þessi texti hefur komið svona u.þ.b. fjórum sinnum uppá skjáinn en seinast kom eitthvað á þessa vegu (svona svartur sjárinn og hvítir stafir): "DANGER! Please get your computer repared."

En nei nei, eftir að ég er búin að fá þessar hótanir frá tölvunni minni, kveikir pabbi á tölvunni eins og ekkert sé og allt er í góðu! ...þetta er ekki alveg í lagi.













-Björk, the computer-crasher

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

kauptu þér maca..

Nafnlaus sagði...

Nákvæmlega...þeir eru bestir!!!
;)

Nafnlaus sagði...

hahah það er svo týpíst þegar eitthvað virkar ekki og maður lætur síðan einhvern annan kíkja á það og þá virkar það alltíeinu

lífið er tík