þriðjudagur, 17. júlí 2007

Útsala...!

"Er útsala á öllu?", "Á hverju er útsala?", "Er 50% af þessu?", "Ég sé enga miða...!". Já þessar útsölur geta gert mann sturlaðann. Persónulega hef ég aldrei farið á útsölu einhversstaðar og ætlast til þess að allt í búðinni sé á útsölu!!! Hvar ættu nýju vörurnar þá að vera?!? ...ég kaupi líka alltaf nýjar vörur þegar ég fer á útsölu :/
Seinustu helgi gerði ég lítið annað en að sitja á rassinum og éta snakk. "Þú ert alltaf að éta snakk" heyrist frá einni... Ég held ég sé bara alltaf étandi yfir höfuð! Ég enda örugglega sem 500 kg hlass í rafmagnshjólastól.

...vonandi ekki samt.

Var að hlusta á Cream áðan í strætó og mér finnst dagurinn í dag alveg tilvalinn til að hlusta á Cream. Sunshine of Your Love er óumdeilanlega besta lagið þeirra, ja eða mér finnst það bara.
.
Lag dagsins:
Sunshine of Your Love - Cream














.
.
.
.
-Björk
.
Ps. Þessi mynd kom auðvitað þegar ég leitaði að Cream

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú segir það...ég fór einmitt í bæinn í gær og missti mig á útsölu í Spútnik! :)
Ef þú ert að tala um að þú borðir mikið og verðir 500 kg þá væri ég nú þegar orðin eitt tonn...borðaði svo mikið í gær að ég hélt ég myndi springa, fékk mér súkkulaðisælu á Lækjarbrekku, mmmmh...þú verður að smakka það!
En ég er farin í sveitasæluna aftur
Sé þig... ;)

Nafnlaus sagði...

would you like cream with the cake?

(:hoho:)

ps. vá, ég held ég fari að reyna að koma á svona nýrri broskallatísku..

Nafnlaus sagði...

Uuu Hanna? Ertu farin eitthvað aftur?... oh

(:) Broskallar eru snilld... sá sem uppgötvaði þá er snillingur.

... fíflar eru líka snilld Hildur! Pældu bara í því hvað þeir eru góðir í að fjölga sér! (:)

Nafnlaus sagði...

Nei, ég fer víst ekkert með klesstann tjaldvagn...en við förum kannski eitthvað ef við getum fengið nýjan vagn...
Hvað ertu að bulla með fífla? Fatta ekki alveg hvernig þeir koma málinu við... :Þ :) :D ;) ;P

Nafnlaus sagði...

híáþig hanna, þetta er einkahúmor.. ekki fyrir rauðhærða...og þess vegna ekki fyrir þig!
hohohoh