Heimurinn er ekki bara skósólinn á næsta manni...
Fólk röltir um með höfuðið ofan í götunni og gætir ekki að hvað það gerir, eða er bara alveg nokkuð sama. Hrindir niður hlutum og tekur ekki eftir því eða hendir rusli útum allt og býst við því að næsti maður taki það upp og hendi því í tunnuna. Allir ættu að horfa á heiminn með augum túristans!
Ég ákvað að fara út að slá í gær. Besta hugmynd sem hefur komið uppí kollinn á mér á seinustu dögum... eða þannig. Ég byrjaði á því að hringja í mömmu og spyrja hvernig í veröldinni maður ætti að setja þessa sláttuvél saman. Um leið og ég hringdi hugsaði ég "Rosalega verða gömlu ánægð með mig núna...!" Svona fór þetta nokkurnveginn fram:
Björk: "Hæ mamma, hvernig set ég eiginlega þessa sláttuvél saman?"
Mútta: "Ertu að fara að slá?!? Uu þú setur þetta appelsínugula svona til hliðar"
Björk: "Hmm já, það brotnaði eiginlega"
Mútta: "Brotnaði!?"
Björk: "Æj já, þetta er bara eitthvað svona appelsínugult plast. Skiptir það nokkuð einhverju máli?"
Mútta: " Það skiptir öllu máli!! Þetta er stykkið sem heldur vélinni saman! Hættu þessu, Björk slepptu þessu!"
Þannig að ég sagði bara bless við mömmu og fór að slá. Sjaldan sem að foreldri afþakkar þegar maður býðst til að gera eitthvað, þannig að ég tók ekki mark á henni. Verð að segja að þetta gekk bara ágætlega þó að þetta merkilega stykki hafi ekki verið á slátturvélinni...
Lag dagsins er algjör snilld. Eberg er bara snillingur í svona útsýrðiri tónlist, en um leið er hún skemmtileg. Núna er ég einmitt að hlusta á geisladiskinn hans Voff Voff, en maður þarf svolítið að venjast þessum disk til að finnast hann góður.
Lag dagsins:
I'm Moving to Wailes - Eberg
-Björk
fimmtudagur, 28. júní 2007
mánudagur, 25. júní 2007
Hann sigldi um sæinn í sautján ár...
Sælt aftur.
Og það er mánudagur. Hvað er betra að gera á mánudagsmorgni annað en að leiðrétta öll mistök föstudagsins. Tja, minn morgunn fór allavega í það.
Útilegan var snilld. Get ekki sagt annað en hún hafi tekist vel, svona fyrir utan tvær brotnar tjaldstangir og rifið tjald eftir kristal plús þjófinn. Já það komu vitlausir þjófar um nóttina og stálu kæliboxi með þremur bjórum í frá nágrönnum okkar og ákváðu síðan að ganga framhjá okkar tjaldi, detta á tjaldið og Fjólu í leiðinni og taka kippu af kristal plús sem var í hennar eigu. Okkur fannst þetta voða fyndið en Fjóla var ekki alveg á sama máli. Hún var líka fórnalambið.
Sigrún Sif kom um laurdagskvöldið með fullan bíl af strákum (Soffíu fannst það ekki slæmt). Einnig eignuðumst við fullt af nágrönnum á laugardeginum sem að fannst ekki leiðinlegt að vera með okkur að syngja og spila á gítar.
Setning helgarinnar:
Hanna: "Bróðir pabba míns er yngri en þú!"
(Sigrúnu fannst þessi setning yndi)
Lag dagsins verður að vera með Shadow Parade. Þeir eru snilld, það er svo þægilegt að hlusta á diskinn þeirra.
Lag dasins:
Blood Red Moon - Shadow Parade
-Björk
Og það er mánudagur. Hvað er betra að gera á mánudagsmorgni annað en að leiðrétta öll mistök föstudagsins. Tja, minn morgunn fór allavega í það.
Útilegan var snilld. Get ekki sagt annað en hún hafi tekist vel, svona fyrir utan tvær brotnar tjaldstangir og rifið tjald eftir kristal plús þjófinn. Já það komu vitlausir þjófar um nóttina og stálu kæliboxi með þremur bjórum í frá nágrönnum okkar og ákváðu síðan að ganga framhjá okkar tjaldi, detta á tjaldið og Fjólu í leiðinni og taka kippu af kristal plús sem var í hennar eigu. Okkur fannst þetta voða fyndið en Fjóla var ekki alveg á sama máli. Hún var líka fórnalambið.
Sigrún Sif kom um laurdagskvöldið með fullan bíl af strákum (Soffíu fannst það ekki slæmt). Einnig eignuðumst við fullt af nágrönnum á laugardeginum sem að fannst ekki leiðinlegt að vera með okkur að syngja og spila á gítar.
Setning helgarinnar:
Hanna: "Bróðir pabba míns er yngri en þú!"
(Sigrúnu fannst þessi setning yndi)
Lag dagsins verður að vera með Shadow Parade. Þeir eru snilld, það er svo þægilegt að hlusta á diskinn þeirra.
Lag dasins:
Blood Red Moon - Shadow Parade
-Björk
föstudagur, 22. júní 2007
Beaver song
Blessað.
Jú það er ákveðið. Þingvellir! Styttri áfangastaður er varla til, nema að Heiðmörk sé talin með inní myndinni...
Hluti hópsins mun troða sér í skottið á bílnum hennar Fjólu en restin mun hlaupa. Þetta verður fjör!
Matarklúbburinn Barði (sumir vilja kalla þetta Jónu kvöld) hittist líka heima á Margréti í gær og átu dýrindis kúfulla skál af pasta, kjúkling, kíló af salati og fjóra lítra af ís, takk fyrir. Þar var Sunna mætt á svæðið og auglýsir hún hér með eftir Beaver song á Youtube. Ef að einhver verður svo heppinn að rekast á þetta á http://www.youtube.com/ endilega sendið þetta til mín :)
Lag dagsins í dag er höfrungalagið á nýju plötunni hennar Bjarkar. Það er yndislegt... Antony syngur svo vel líka.
Lag dagsins:
Dull flames of desire - Björk Guðmundsdóttir
-björk
Jú það er ákveðið. Þingvellir! Styttri áfangastaður er varla til, nema að Heiðmörk sé talin með inní myndinni...
Hluti hópsins mun troða sér í skottið á bílnum hennar Fjólu en restin mun hlaupa. Þetta verður fjör!
Matarklúbburinn Barði (sumir vilja kalla þetta Jónu kvöld) hittist líka heima á Margréti í gær og átu dýrindis kúfulla skál af pasta, kjúkling, kíló af salati og fjóra lítra af ís, takk fyrir. Þar var Sunna mætt á svæðið og auglýsir hún hér með eftir Beaver song á Youtube. Ef að einhver verður svo heppinn að rekast á þetta á http://www.youtube.com/ endilega sendið þetta til mín :)
Lag dagsins í dag er höfrungalagið á nýju plötunni hennar Bjarkar. Það er yndislegt... Antony syngur svo vel líka.
Lag dagsins:
Dull flames of desire - Björk Guðmundsdóttir
-björk
fimmtudagur, 21. júní 2007
Döfin
Sælt.
Á döfinni er helst útilega.
Málið er bara það að ég veit ekki hvert ég er að fara, með hverjum eða hvernig! Frekar ruglandi.
Ég er í raun mjög bjartsýn á þetta, svo lengi sem að tjaldið er vatnshelt, það snjóar ekki og haldið verður til fyrir utan höfuðborgarsvæðið verður gaman.
Ég væri til í að fara í Landmannalaugar.
Á ekki einhver jeppa til að lána mér?
-björk-
miðvikudagur, 20. júní 2007
Kurteisi
Góðan og blessaðan daginn.
Hér sit ég að hlusta á Shadow Parade og fannst alveg tilvalið að skrifa mitt fyrsta blogg þar sem að maður er nú ekki lengur Kvennskælingur heldur hátæknivæddur Borghyltingur.
Ég elska kurteisi. Kurteist fólk er snilld. Reyndar eru þæg börn líka snilld.
"Takk fyrir góða aðstoð!" er eitthvað sem er ekki leiðinlegt að heyra og ekki er leiðinlegt að fá þessi orð oftar en einusinni á sama degi. Ein kona var jafnvel svo djörf að þakka mér tvisvar.
Á Pottinum er fólkið meira fyrir að kvarta... eða nei, kannski tekur maður bara meira eftir því þegar fólk kvartar af því að maður er vanari þökkum.
Það veit ég ekki.
Ég kveð bara í dag og vona að næsta blogg verði kannski skárra.
-Björk-
Hér sit ég að hlusta á Shadow Parade og fannst alveg tilvalið að skrifa mitt fyrsta blogg þar sem að maður er nú ekki lengur Kvennskælingur heldur hátæknivæddur Borghyltingur.
Ég elska kurteisi. Kurteist fólk er snilld. Reyndar eru þæg börn líka snilld.
"Takk fyrir góða aðstoð!" er eitthvað sem er ekki leiðinlegt að heyra og ekki er leiðinlegt að fá þessi orð oftar en einusinni á sama degi. Ein kona var jafnvel svo djörf að þakka mér tvisvar.
Á Pottinum er fólkið meira fyrir að kvarta... eða nei, kannski tekur maður bara meira eftir því þegar fólk kvartar af því að maður er vanari þökkum.
Það veit ég ekki.
Ég kveð bara í dag og vona að næsta blogg verði kannski skárra.
-Björk-
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)