mánudagur, 25. júní 2007

Hann sigldi um sæinn í sautján ár...

Sælt aftur.

Og það er mánudagur. Hvað er betra að gera á mánudagsmorgni annað en að leiðrétta öll mistök föstudagsins. Tja, minn morgunn fór allavega í það.

Útilegan var snilld. Get ekki sagt annað en hún hafi tekist vel, svona fyrir utan tvær brotnar tjaldstangir og rifið tjald eftir kristal plús þjófinn. Já það komu vitlausir þjófar um nóttina og stálu kæliboxi með þremur bjórum í frá nágrönnum okkar og ákváðu síðan að ganga framhjá okkar tjaldi, detta á tjaldið og Fjólu í leiðinni og taka kippu af kristal plús sem var í hennar eigu. Okkur fannst þetta voða fyndið en Fjóla var ekki alveg á sama máli. Hún var líka fórnalambið.

Sigrún Sif kom um laurdagskvöldið með fullan bíl af strákum (Soffíu fannst það ekki slæmt). Einnig eignuðumst við fullt af nágrönnum á laugardeginum sem að fannst ekki leiðinlegt að vera með okkur að syngja og spila á gítar.

Setning helgarinnar:
Hanna: "Bróðir pabba míns er yngri en þú!"
(Sigrúnu fannst þessi setning yndi)

Lag dagsins verður að vera með Shadow Parade. Þeir eru snilld, það er svo þægilegt að hlusta á diskinn þeirra.

Lag dasins:
Blood Red Moon - Shadow Parade


















-Björk

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ohh þetta var svo gaman :D þrátt fyrir ræningjana:D
kv. Fjóla