fimmtudagur, 28. júní 2007

Líttu í kringum þig

Heimurinn er ekki bara skósólinn á næsta manni...

Fólk röltir um með höfuðið ofan í götunni og gætir ekki að hvað það gerir, eða er bara alveg nokkuð sama. Hrindir niður hlutum og tekur ekki eftir því eða hendir rusli útum allt og býst við því að næsti maður taki það upp og hendi því í tunnuna. Allir ættu að horfa á heiminn með augum túristans!

Ég ákvað að fara út að slá í gær. Besta hugmynd sem hefur komið uppí kollinn á mér á seinustu dögum... eða þannig. Ég byrjaði á því að hringja í mömmu og spyrja hvernig í veröldinni maður ætti að setja þessa sláttuvél saman. Um leið og ég hringdi hugsaði ég "Rosalega verða gömlu ánægð með mig núna...!" Svona fór þetta nokkurnveginn fram:

Björk: "Hæ mamma, hvernig set ég eiginlega þessa sláttuvél saman?"
Mútta: "Ertu að fara að slá?!? Uu þú setur þetta appelsínugula svona til hliðar"
Björk: "Hmm já, það brotnaði eiginlega"
Mútta: "Brotnaði!?"
Björk: "Æj já, þetta er bara eitthvað svona appelsínugult plast. Skiptir það nokkuð einhverju máli?"
Mútta: " Það skiptir öllu máli!! Þetta er stykkið sem heldur vélinni saman! Hættu þessu, Björk slepptu þessu!"

Þannig að ég sagði bara bless við mömmu og fór að slá. Sjaldan sem að foreldri afþakkar þegar maður býðst til að gera eitthvað, þannig að ég tók ekki mark á henni. Verð að segja að þetta gekk bara ágætlega þó að þetta merkilega stykki hafi ekki verið á slátturvélinni...

Lag dagsins er algjör snilld. Eberg er bara snillingur í svona útsýrðiri tónlist, en um leið er hún skemmtileg. Núna er ég einmitt að hlusta á geisladiskinn hans Voff Voff, en maður þarf svolítið að venjast þessum disk til að finnast hann góður.

Lag dagsins:
I'm Moving to Wailes - Eberg











-Björk

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ég sló allan garðinn minn (sem er mjög stór - blokk) endalaust oft síðustu 2 sumur og það var ógeðslegt, fékk líka einhver lúsarlaun fyrir!:(

Nafnlaus sagði...

ohh gleymi alltaf, kv. Fjóla

Nafnlaus sagði...

mig langar svo í útilegu aftur!

getum við farið í útilegu?? plísplísplííííís

Nafnlaus sagði...

ég er hrædd við svona vélar sem slá..