föstudagur, 22. júní 2007

Beaver song

Blessað.

Jú það er ákveðið. Þingvellir! Styttri áfangastaður er varla til, nema að Heiðmörk sé talin með inní myndinni...

Hluti hópsins mun troða sér í skottið á bílnum hennar Fjólu en restin mun hlaupa. Þetta verður fjör!

Matarklúbburinn Barði (sumir vilja kalla þetta Jónu kvöld) hittist líka heima á Margréti í gær og átu dýrindis kúfulla skál af pasta, kjúkling, kíló af salati og fjóra lítra af ís, takk fyrir. Þar var Sunna mætt á svæðið og auglýsir hún hér með eftir Beaver song á Youtube. Ef að einhver verður svo heppinn að rekast á þetta á http://www.youtube.com/ endilega sendið þetta til mín :)

Lag dagsins í dag er höfrungalagið á nýju plötunni hennar Bjarkar. Það er yndislegt... Antony syngur svo vel líka.

Lag dagsins:

Dull flames of desire - Björk Guðmundsdóttir
























-björk

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hei! mig langar á Þingvelli.. en ok. fyrst mér er ekki boðið fer ég bara í útilegu á Mokka.. ég get sko alveg gist þar.. vá ég var að fatta það núna.. flipp.. geðvekt sniðugt að fara bara í bæinn og gista svo á mokka og opna svo klukkan 9 og bara komin í vinnuna! það hlýtur einhver að hafa gert þetta.. verð að komast að því..
þetta er orðið langt komment.
-hildur
p.s. þú verður að koma með mér í kolaportið bráðum.. langt síðan síðast