miðvikudagur, 20. júní 2007

Kurteisi

Góðan og blessaðan daginn.

Hér sit ég að hlusta á Shadow Parade og fannst alveg tilvalið að skrifa mitt fyrsta blogg þar sem að maður er nú ekki lengur Kvennskælingur heldur hátæknivæddur Borghyltingur.

Ég elska kurteisi. Kurteist fólk er snilld. Reyndar eru þæg börn líka snilld.

"Takk fyrir góða aðstoð!" er eitthvað sem er ekki leiðinlegt að heyra og ekki er leiðinlegt að fá þessi orð oftar en einusinni á sama degi. Ein kona var jafnvel svo djörf að þakka mér tvisvar.

Á Pottinum er fólkið meira fyrir að kvarta... eða nei, kannski tekur maður bara meira eftir því þegar fólk kvartar af því að maður er vanari þökkum.

Það veit ég ekki.
Ég kveð bara í dag og vona að næsta blogg verði kannski skárra.

-Björk-

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

einsgott að þú verðir duglegri að blogga á þessa síðu en á gömlu!! :@

og ja eg er sammála með kurteisa fólkið, enda reyni ég alltaf að vera einrosakurteis