fimmtudagur, 9. ágúst 2007

I'm your father...

Sælt.

Jæjja þá er eyjaförinni lokið. Það var tryllt fjör!

Það sem stóð svona mest uppúr helginni var t.d. flutningur farangurins frá íþróttahöllinni yfir í hinn enda bæjarins þar sem frændi hennar Sigrúnar býr. Við vorum fjórar en vorum með u.þ.b. tuttugu (ég er ekki að ýkja) töskur með okkur. Nokkrar töskur innihéldur reyndar mat og drykki sem var eitthvað minna um í heimferðinni.

Við sáum ekki framá að geta gengið með allar þessar töskur þar sem að við gátum ekki einusinni haldið á þeim öllum í einu. Við brugðum því á það ráð að fara útí 11-11 og fá lánaða innkaupakerru sem við fylltum og þurftum samt að rogast með helling af drasli. Á leiðinni var fólk farið að hjálpa okkur að ýta kerrunni, halda á pokum fyrir okkur og hlæja svolítið að okkur (þetta var líka drep fyndið). Mesta sorgin var þegar vegurinn endaði...

Einhverjir kjánar með innkaupakerru...


















Road block!


















Annars var sungið og dansað mikið í ferðinni. Mér fannst lang skemmtilegast að vera á litla sviðinu að dansa við tónlist með Dans á rósum og Hálft í hvoru. Það var samt ekki alveg samningur milli allra hvort væri betra, litla sviðið með "kover" lögum eða stóra sviðið með hundunum að rappa.

Guðrún Kristín átti gullkorn ferðarinnar þegar hún misskyldi þjóðhátíðarlagið í ár. Textinn er einhvernveginn svona: "Ágústnótt í dalnum, og ég er fallinn fyrir þér"
Guðrún: "Ágústnótt í dalnum, og ég er pabbi þinn...!"


















Matarklúbburinn Barði fór vel fram í gærkvöldi að vanda. Snilldarkokkurinn Sigrún Sif grillaði fyrir okkur (ja, ég grillaði reyndar) dýrindis hamborgara og pylsur. Með þessu bar hún fram ferskt grænmeti og 20 tegundir af sósum...! Takk Sigrún!


Ég segi þetta gott að sinni og kveð með bros á vör...



















-Björk

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

það var svo gaman!!!! takk fyrir æðislega þjóðhátíð!!!! :D

Nafnlaus sagði...

Já takk sömuleiðis Sigrún mín!

Nafnlaus sagði...

Oi, achei teu blog pelo google tá bem interessante gostei desse post. Quando der dá uma passada pelo meu blog, é sobre camisetas personalizadas, mostra passo a passo como criar uma camiseta personalizada bem maneira. Se você quiser linkar meu blog no seu eu ficaria agradecido, até mais e sucesso.(If you speak English can see the version in English of the Camiseta Personalizada.If he will be possible add my blog in your blogroll I thankful, bye friend).

Nafnlaus sagði...

ég er algjörlega sammála síðasta ræðumanni..

Nafnlaus sagði...

Hahaha... já, heði ég skilið meira en "bye friend" hefði ég örugglega keypt það sem hann var að segja!

Hann virðist vera að selja boli...