mánudagur, 20. ágúst 2007

Good times

Menningarnótt.

Gjörsamlega lang best menningarnótt/dagur sem ég hef mætt á.
Frábært veður og rosaleg stemning yfir fólkinu. Ef þú fórst inná einhvern stað þá gastu verið viss um að eitthvað var að gerast í bakgarðinum s.s. plötusnúður að þeyta skífum, fólk að dansa eins og fífl eða hljómsveitir að búa til "hávaða".

Besta uppátækið fannst mér vera plötusnúðurinn fyrir utan Nakta Apann, á horni Skólavörðustígs og Laugavegs. Þar var fólk dansandi útá miðjum Laugavegi!

Um kvöldið skelltum við okkur svo á tónleika með hljómsveitinni Gus Gus. Ég var nú ekki lengi að týna öllum stelpunum. Ég eyddi svolitlum tíma í að leita að þeim, þangað til ég gafst upp og fór að spjalla við hann Kalla kokk (sem ég þekki ekki). Annars stóðu Gus Gus sig vel og héldu uppi sannkallaðri stemningu.



















Nú fer skólinn alveg að hefjast og ég er nú bara nokkuð spennt fyrir því. Nýtt fólk, nýr skóli, nýtt að læra... annars sakna ég smá Kvennó.

-Björk

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Heyr, heyr! Takk fyrir skemmtilega menningarnótt/dag! ;) Ég á eftir að sakna þess að hafa þig ekki í Kvennó!

Nafnlaus sagði...



þú týndir mér ekki strax..manstu, við vorum að tala...varstu nokkuð búin að gleyma?

þú mátt ekki gleyma mér í vetur? lofaru?

kannski ætti ég bara að hringja..nú á ég síma:)

kv. hrædda stelpan

Nafnlaus sagði...

Hringdu