fimmtudagur, 2. ágúst 2007

Gaman það væri að vita hvað í vatnsins huga býr...

Næsti áætlunarstaður: Vestmannaeyjar

Eða eins og þjóðin kýs að kalla þetta Eyjar en sumir vilja bara kalla þetta útlönd...

Já við förum á svokallaða þjóðhátíð í Eyjum og ég ætla rétt að vona að þetta verði fjör. Sjálf er ég ekkert að missa mig úr spenningi en ég held að stelpurnar séu hinsvegar að farast, þær eru svo spenntar.
Aðallega held ég að maður þurfi að muna eftir stígvélum OG gúmmítúttum, regngalli er líka málið. Ég er líka búin að útvega mér sjóveikistöflum...hef heyrt að veðrið í kvöld verði ekkert spes. Nei nei þetta verður gaman!

Hvar er litla Píla Pína?

Ég hef pælt í þessu lengi... Þetta var svona eina sem ég hlustaði á þegar ég var lítil, leikrit frá 1980 á plötu! Snilldarleg ljóð eftir Kristján frá Djúpalæk sungin með lögum eftir Heiðdísi Norðfjörð, betra geris það varla. Reyndar var uppáhlads lagið mitt lag sem heitir Steinarnir eru strengir eftir einhverja Herdísi.
Mér finnst það verði að gera leikrit um Pílu Pínu bráðlega... og þá meina ég gott leikrit (skildist að þetta leikrit hafi verið sett upp í samkomuhúsinu á Húsavík árið 2003 við litlar undirtektir, haha)!

En lag dasins í dag er ekki af þessari blessuðu plötu þó svo ég sé búin að vera með lög frá Pílu Pínu á heilanum uppá síðkastið. Lag dasins í dag er með Yes. Ég hlusta nú ekki mikið á Yes en alltaf smitast maður smá frá pabba... þetta lag er algjör snilld.

Lag dagsins:
Owner of a Lonely Heart - Yes


-Björk

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já það er sko eins gott að þú hafir með þér mikið af hlífðarfatnaði, mér skilst að veðrið verði ömurlegt og þú mátt búast við hræðilegri sjóferð...Ég er allavegana Guðs lifandi fegin að vera ekki að fara!!! Mér skilst að veðrið eigi að vera skárst í Reykjavíkinni og því býst ég fastlega við því að við Hildur höldum okkur hér!
En hafðu það samt gott í Eyjum!

P.s. þakkaðu Sigrúni Erlu VEL fyrir alla fyrirhöfnin!!!

Nafnlaus sagði...

hah! RIGNING! RIGNING! RIGNING! RIGNING!
ég ætla að vera innipúki, líklega..
samt, góða skemmtun (smá) hoho

INNIPÚKI! INNIPÚKI! jájájá

kv.hildur

ps. ég er komin með myspace, kannski..þú mátt hlæja..ég veit að ég sagði að ég myndi aldrei..

Nafnlaus sagði...

ROK! ROK! ROK! ROK! ROK! ROK! ROK!