fimmtudagur, 30. ágúst 2007

Healthy?

Bloggið mitt er eitthvað sjálfstætt í dag... ég ræð eiginlega ekkert við stafina á skjánum.

Eins og flestir vita kannski hafa ég og tölvan mín (eða aðrar tölvur) ekki átt samleið. Þetta fer vonandi að heyra fortíðinni til því að Björk er farin að opna heimasíður með flóknum slóðum um allan veraldarvefinn. Mér tókst semsagt að búa til og opna heimasíðu. Þú mátt dæma um hvort eitthvað sé í hana varið, en ég er allavega mjög stolt! http://multimedia.is/~2109892939/BHS/mhl103

...segið svo að maður læri ekki eitthvað á listabraut!

Busaböll...flókin fyribæri! Mig langar á þetta busaball, þennan langar að ég fari á þetta busaball, Gus Gus er að spila á öðru busaballi og ég hringsnýst bara og enda örugglega bara dansandi útum allan bæ.

Gunnhildur talar mikið um "að vera í hollustunni"...hún reynir það líka annanhvern dag.




















...þetta á sérstaklega við um að borða skyr og drekka djús í skólanum.

The Postal Service eru snilld, hvernig væri að fá þá til íslands?

Lag dagsins:
Brand New Colony - The Postal Service


Takk.

fimmtudagur, 23. ágúst 2007

I'll give you my heart!

Sælt.

Skólinn er byrjaður. Það er fjör! Tja ég þekki engann þarna eeeeen ég kynntist samt einni manneskju í dag. Framför...

Á mánudaginn gaf einhver gaur mér hjartað sitt. Í alvöru. Hann ræddi málið við móður sína sem vildi ekki gera þetta fyrir hann, en eftir langa mæðu gekk hann til mín og sagði "Þú mátt eiga þau!" og rétti fram hendina. Ég neytaði að þiggja öll hjörtun sem að strákurinn hafði perlað mjög vandlega á leikskólanum en samþykkti að eiga eitt sjálf, gefa Ingu eitt og láta hann eiga eitt.

Astrópía. Hefurðu séð hana? Nei, ég er að fara á eftir að sjá hana... kannski sér maður Selmu bregða fyrir í henni, hver veit. Ég mun allavega ekki sjást, þar sem að ég mætti ekki í tökur.














Lag dagsins er með The Whitest Boy Alive. Ég var búin að gleyma hvað þeir eru góðir og mikil upplyfting í tilverunni og rigningunni...

Lag dagsins:
Burning - The Whitest Boy Alive



















-Björk

mánudagur, 20. ágúst 2007

Good times

Menningarnótt.

Gjörsamlega lang best menningarnótt/dagur sem ég hef mætt á.
Frábært veður og rosaleg stemning yfir fólkinu. Ef þú fórst inná einhvern stað þá gastu verið viss um að eitthvað var að gerast í bakgarðinum s.s. plötusnúður að þeyta skífum, fólk að dansa eins og fífl eða hljómsveitir að búa til "hávaða".

Besta uppátækið fannst mér vera plötusnúðurinn fyrir utan Nakta Apann, á horni Skólavörðustígs og Laugavegs. Þar var fólk dansandi útá miðjum Laugavegi!

Um kvöldið skelltum við okkur svo á tónleika með hljómsveitinni Gus Gus. Ég var nú ekki lengi að týna öllum stelpunum. Ég eyddi svolitlum tíma í að leita að þeim, þangað til ég gafst upp og fór að spjalla við hann Kalla kokk (sem ég þekki ekki). Annars stóðu Gus Gus sig vel og héldu uppi sannkallaðri stemningu.



















Nú fer skólinn alveg að hefjast og ég er nú bara nokkuð spennt fyrir því. Nýtt fólk, nýr skóli, nýtt að læra... annars sakna ég smá Kvennó.

-Björk

fimmtudagur, 9. ágúst 2007

I'm your father...

Sælt.

Jæjja þá er eyjaförinni lokið. Það var tryllt fjör!

Það sem stóð svona mest uppúr helginni var t.d. flutningur farangurins frá íþróttahöllinni yfir í hinn enda bæjarins þar sem frændi hennar Sigrúnar býr. Við vorum fjórar en vorum með u.þ.b. tuttugu (ég er ekki að ýkja) töskur með okkur. Nokkrar töskur innihéldur reyndar mat og drykki sem var eitthvað minna um í heimferðinni.

Við sáum ekki framá að geta gengið með allar þessar töskur þar sem að við gátum ekki einusinni haldið á þeim öllum í einu. Við brugðum því á það ráð að fara útí 11-11 og fá lánaða innkaupakerru sem við fylltum og þurftum samt að rogast með helling af drasli. Á leiðinni var fólk farið að hjálpa okkur að ýta kerrunni, halda á pokum fyrir okkur og hlæja svolítið að okkur (þetta var líka drep fyndið). Mesta sorgin var þegar vegurinn endaði...

Einhverjir kjánar með innkaupakerru...


















Road block!


















Annars var sungið og dansað mikið í ferðinni. Mér fannst lang skemmtilegast að vera á litla sviðinu að dansa við tónlist með Dans á rósum og Hálft í hvoru. Það var samt ekki alveg samningur milli allra hvort væri betra, litla sviðið með "kover" lögum eða stóra sviðið með hundunum að rappa.

Guðrún Kristín átti gullkorn ferðarinnar þegar hún misskyldi þjóðhátíðarlagið í ár. Textinn er einhvernveginn svona: "Ágústnótt í dalnum, og ég er fallinn fyrir þér"
Guðrún: "Ágústnótt í dalnum, og ég er pabbi þinn...!"


















Matarklúbburinn Barði fór vel fram í gærkvöldi að vanda. Snilldarkokkurinn Sigrún Sif grillaði fyrir okkur (ja, ég grillaði reyndar) dýrindis hamborgara og pylsur. Með þessu bar hún fram ferskt grænmeti og 20 tegundir af sósum...! Takk Sigrún!


Ég segi þetta gott að sinni og kveð með bros á vör...



















-Björk

fimmtudagur, 2. ágúst 2007

Gaman það væri að vita hvað í vatnsins huga býr...

Næsti áætlunarstaður: Vestmannaeyjar

Eða eins og þjóðin kýs að kalla þetta Eyjar en sumir vilja bara kalla þetta útlönd...

Já við förum á svokallaða þjóðhátíð í Eyjum og ég ætla rétt að vona að þetta verði fjör. Sjálf er ég ekkert að missa mig úr spenningi en ég held að stelpurnar séu hinsvegar að farast, þær eru svo spenntar.
Aðallega held ég að maður þurfi að muna eftir stígvélum OG gúmmítúttum, regngalli er líka málið. Ég er líka búin að útvega mér sjóveikistöflum...hef heyrt að veðrið í kvöld verði ekkert spes. Nei nei þetta verður gaman!

Hvar er litla Píla Pína?

Ég hef pælt í þessu lengi... Þetta var svona eina sem ég hlustaði á þegar ég var lítil, leikrit frá 1980 á plötu! Snilldarleg ljóð eftir Kristján frá Djúpalæk sungin með lögum eftir Heiðdísi Norðfjörð, betra geris það varla. Reyndar var uppáhlads lagið mitt lag sem heitir Steinarnir eru strengir eftir einhverja Herdísi.
Mér finnst það verði að gera leikrit um Pílu Pínu bráðlega... og þá meina ég gott leikrit (skildist að þetta leikrit hafi verið sett upp í samkomuhúsinu á Húsavík árið 2003 við litlar undirtektir, haha)!

En lag dasins í dag er ekki af þessari blessuðu plötu þó svo ég sé búin að vera með lög frá Pílu Pínu á heilanum uppá síðkastið. Lag dasins í dag er með Yes. Ég hlusta nú ekki mikið á Yes en alltaf smitast maður smá frá pabba... þetta lag er algjör snilld.

Lag dagsins:
Owner of a Lonely Heart - Yes


-Björk