Sælt.
Í vinnunni fær maður brandara, ástarjátningar og ís alveg beint í æð.
"Viltu halda á ísnum mínum, þú mátt sko alveg fá þér ef þú villt" sagði homminn sem var að leita að visa kortinu sínu. Ég hélt á ísnum en gekk ekki svo langt að svolgra hann í mig.
Í gær varð ég líka furðulostin þegar kona sem ég var að tala við í símann var svo glöð með að við ættum rúm handa dóttur hennar að setningar eins og "Ég elska þig", "Þú ert yndisleg" og "Rosalega ertu góð við mig" voru notaðar óspart í þessu símtali (ekki af mér).
Ein kona hélt því líka fram að ég héti Björk Sumarstúlka, en ég veit ekki afhverju.
Í gærkvöldi plataði Tinna mig í bíó ásamt Kristjáni og Hlyni. Ég hafði ekki hugmynd um hvað við vorum að fara að sjá, en hefði ég vitað það þá hefði ég sagst hafa önnur plön! Við drifum okkur í Regnbogann á mynd sem heitir 28 Weeks Later, en hún er greynilega einhver framhaldsmynd af annarri mynd sem heitir eitthvað svipað. Ég hef aldrei í lífinu verið eins hrædd þó að myndin hafi fjallað um einhverja mjög ólíklega mannætuveiru. Ég fékk harðsperrur eftir alla kyppina sem ég tók og neglurnar mínar eru ekki lengur eins langar og þær voru...
-Björk
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
haha! 2 komment sama dag.. en hvað ég er góður kommentari..
hvað varstu að pæla að fara á þessa mynd? ég hefði labbað út, í seinasta lagi í hléi..
kv. hildur hræðslupúki
ég hefði labbað út í hléi hefði verið eitthvað helvítis hlé á þessari mynd!...ég hljóp á klósettið í loka atriðinu reyndar
kv. björk
ps. þú ert geggjaður kommentari
ég hata þegar það er ekki hlé
hlé eru vanmetin
hahahahah! EKKERT HLÉ!
jaaá.. þetta var ekki fyndið
kv. hildur
ps. takktakk
Skrifa ummæli