Gleðilega helgi.
Nú hefur fall krónunnar og hækkandi verð á öllum fjandanum verið mikið í umræðum og að ég held það eina sem um er talað í 8 og tíu fréttum sjónvarpsstöðva. Allar búðir hækka nú verð á vörum sínum um tíkalla (réttara sagt fiska), hundrað
kalla (fiska), þúsundkalla (karla, nei er ekki annars kona?) og jafnvel mörg hundruð þúsunda vegna þess að vörur þeirra eru keyptar á erlendum lánum!
Í gær fékk ég að dúsa í Grafarvoginum í góða klukkustund að bíða eftir strætisvagni. Fyrstu tuttugu mínúturnar vissi ég reyndar ekki að strætó myndi ekki koma
þannig að ég stóð úti í frystandi gluggaveðrinu. Þegar verslunarstjórinn í vinnunni minni hringdi síðan í mig og spurði hvar ég væri þá fékk ég að vita að trukkar sem reyndar höfðu stoppað allt í Ártúnsbrekkunni á fimtudaginn væru nú farnir að rúnta um borgina á 5 km/klst og kæmi því strætóinn örugglega ekki strax. Ástæðan fyrir mótmælum var sú að þeir vildu fá lækkandi bensín og olígjald ásamt því að mótmæla sektum
Vegagerðarinnar. Það sem ég fór þá að velta fyrir mér, að vissulega hafa þessi mótmæli trukkabílstjóranna áhrif og vekja athygli en þau bitna þó aðallega á hinum almenna borgara en mjög lítið á stjórnvöldum. Til dæmis leiddu mótmælin til þess að
strætisvagnar genu ekki, ég kom tæpum 2. klukustundum
(1 1/2 kannski) of seint í vinnuna og greyið verlsunarstjórinn fékk ekki að borða fyrr en
rúmlega tvö leytið.
Þetta leiddi örugglega til þess að einhver missti af atvinuviðtali, annar missti af flugi, enn annar missti af tíma hjá tannlækni o.s.frv.
En hvað um það, gott framtak samt sem áður hjá trukkabílstjórum borgarinnar og úthverfa.
Vegna þess að dagurinn í dag hefur verið rólegur og eintómt át í fermingarveislu vil ég mæla með Antony and the Johnsons. Yndisleg lög, ydisleg rödd..YNDISLEGT.
Lag dagsins:
For Today I am a Boy - Antony and the Johnsons
æji hlustiði líka á:
Cripple and the Starfish - Antony and the Johnsons
...og meðan ég man! Mitt fyrsta blogg á nýju tölvuna mína. Loksins.
Takk í dag,
Björk.
10 ummæli:
hi!
Hello. This post is likeable, and your blog is very interesting, congratulations :-). I will add in my blogroll =). If possible gives a last there on my blog, it is about the Computador, I hope you enjoy. The address is http://computador-brasil.blogspot.com. A hug.
bíddu...hvaða fólk er þetta sem er að kommenta hérna hægri vinstri?!
ekki þekki ég það...hmmm..
hehe...vandræðalegt!
jáh ég veit því miður ekkert hverjir þetta eru... en ég er greinilega besti vinur þeirra!
-Björk.
ahahahahahaha..! ég þekki þekki zololkis!
flipp
hei nenniru ad fokkin blogga!!!!!
Ohh já skal gera það kannski á mánudaginn!
Sorry!
Skrifa ummæli