Loksins, loksins! Ég er komin með ökuréttindi. Þ.e. þú gætir átt á hættu að vera keyrð/ur niður ef þú ert á gangi í nágrenninu. Vá hvað ég kann lítið á bíl...
Já í gær tók ég próf til ökuréttinda. Mér tókst að ljúka prófinu á tiltölulega heilum bíl (fyrir utan það að hann er að detta í sundur) og með 3 villur í kladdanum. Mér tókst að keyra það hratt framhjá 30 km/klst merki að ég sá það ekki og aka á hátt í 50 km/klst hraða í þeirri götu. Mér tókst einnig að keyra uppá kant og annað eins smávægilegt. Prófdómarinn sagði að ég "...keyrði eins og herforingi", en hvernig keyra herforingjar eiginlega?
Eins gott að prófdómarinn tók ekki eftir því að ég gleymdi að gefa stefnuljós tvisvar!
Næstu tvo daga er vetrarfrí. Þá daga ætla ég að nýta mér í allskyns hluti. Svo sem að
- prjóna.
- fara í klippingu.
- rúnta um Reykjavík.
- fara í Hafnafjörðinn og athuga hvort ólétta konan sé við.
- fara á MR ball, klædd sem sveppur (eða Súper Maríó, er ekki viss).
- sofa.
Já, segið svo að vetrarfrí séu bara til einskis!
Annars er þetta orðið ágætt. Þið ættuð bara að fara að hlusta á Múm! Jáh, bíddu... ég á samt eftir að heyra nýja diskinn þeirra. En lag dagsins er samt sem áður með þeim, bara af gamla disknum (Loksins erum við engin).
Lag dagsins:Við erum með landakort af píanóinu - Múm
Takk í dag,
Björk.
Es. Þaðs styttist óðfluga í Airwaves!
2 ummæli:
Já til hamingju með þennan áfanga, Björk mín, það var nú ekki seinna vænna!
En Airwaves og vetrafrí eftir minna en viku! :D Gaman, gaman!!! ;)
þú ert ágæt..vildi að ég væri að fara með ykkur á airwaves..
en holland kallar.
og hei! takk fyrir að vera frábær gestur í gær:)
Skrifa ummæli