fimmtudagur, 18. október 2007

Hlustaðu!

Sælt.

Í gær var fyrsta kvöld Iceland Airwaves '07 og einnig fyrsta kvöld eintómrar hamingju og skemmtunar þessa vikuna!

Við ákváðum að úr því að þetta væri fyrsta kvöldið af 5 kvöldum myndum við byrja þetta rólega og plönuðum að sjá allavega 4. hljómsveitir. Ég reyndar misskyldi tímasetningarnar á þessu eitthvað og misskyldi síðan Hönnu líka og talaði hana útúr því aðfara að sjá For a Minor Reflection á Grand Rokk en áttaði mig síðan á því þegar komið var á Nasa að við höfðum feiki nægan tíma.

En hvað um það við komum snemma og sáum því Elísu fyrst. Hún var ekki sem verst en það er eitthvað í lögunum hennar sem fer stundum í taugarnar á mér, þá aðallega textainnihald og það að sum lög skuli innihalda bæði íslenskan texta og enskann sem þýða ekki það sama... mér finnst það allavega, en það er mín skoðun.

Næst stigu á sviðið hinar ungu systur sem kalla sig Smoosh, frá Bandaríkjunum. Þó svo að þær séu einungis 15, 13 og 11 ára voru þær ótrúlegar. Góður söngur og píanóleikur hjá þeirri 15 ára, magnaður trommuleikur hjá þeirri 13 ára og ótrúlegir taktar hjá þeirri 11 ára, þó svo að hún hafi verið álíka á stærð og bassinn sem hún spilaði á. Vel af sér vikið!

Á eftir Smoosh spiluðu Soundspell, sem eru bara alltaf góðir, þó misgóðir. Í gær var hljóðið ekki alveg að klikka saman og líklegast var það hljóðkerfið eða sambandsleysi sem olli því, þar sem að strákarnir virtus vera að gera sitt besta. Siggi var allavega ekki sáttúr á píanóinu þar sem að það heyrðist ekkert í honum í byrjun. En þrátt fyrir það voru þeir góðir.

Lights on the Highway voru næstir á svið. Persónulega hef ég aldrei séð þá á sviði og lítið heyrt í þeim, en þeir voru algjör snilld! Þeir voru langbestir í gær. Þéttur hljómur hjá þeim, ásamt flottri röddun í söngnum og góðum gítarleik. Lights on the Highway eiga hrós skilið og ég verð að eigna mér plötu með þeim. Tær snilld!





Í lokinn spiluðu Shadow Parade. Mér finnst þeir mjög góðir og þeir skiluðu lögunum frá sér mjög vel í gær. Mér finnst samt maður þurfa að venjast lögunum þeirra, en þar sem að ég á diskinn sem þeir gáfu út í fyrra og hef hlustað á hann fram og til baka finnst mér þeir alltaf verða betri og betri. En Shadow Parade gerðu góða hluti í gær og hljómurinn í þeim var þéttur, ég skemmti mér mjög vel við að hlusta á þá.



Í kvöld heldur Barði svo til Hlínar og étið verður á sig gat, síðan skellum við okkur niður í bæ en við höfum ekki hugmynd hvað við ætlum að sjá í kvöld. Líkelgast verður tekin stefnan á Listasafn Reykjavíkur að hlusta á Grizzly Bear og á Organ til að hlusta á The Telephatetics, meira veit ég ekki.

Næstu daga verður semsagt lítið sofið, og ég er gjörsamlega að lognast útaf í þessum orðum. En ætli ég haldi ekki út í rigninguna að taka einhverjar myndir af borginni.

Takk í dag og gleðilega Airwaves hátíð.

Engin ummæli: