miðvikudagur, 3. október 2007

Mindless

Sælt.

Það er ekki það að ég hafi ekki tíma til að hripa eitthvað niður á þessa blessuðu síðu. Nei, það er eitthvað allt annað. Leti? Eða er ég bara hætt að hugsa og læt tölvurnar stjórna mér? Þessi tölva er allavega alveg óstjórnlaus, hún endar á haugunum eftir nokkra mánuði!

...þetta er hugsunarleysi.

Ég heyrði þessa óborganlegu setningu hjá litlum grunnskólastrák þegar ég var að bíða eftir strætisvagninum um daginn:
"Ef ég væri með endalausa krafta, þá gæti ég lyft öllu í heiminum...!"

Núna er ég í raun að elda lasagna þó ég sé að hripa þetta niður í augnablikinu. Það er líka algengt að kvenkyns verur geti gert fleira en einn hlut í einu. Einnig er ég að hlusta á Elliott Smith. Ég var búin að gleyma hversu skemmtilegur tónlistamaður það er. Fer alltaf í gott skap við að hlusta á hann.

Lag dagsins:
Between the Bars - Elliott Smith


-Björk

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hæ.

komment.

..bara sona til baka!

kv. Hildur eðlisfræðingur

Nafnlaus sagði...

Jamm ég er bara að kommenta af því að ef ég feri það ekki verður þú fúl! :P

Ég er algjör lúði og þessi helgi verður algjör lúða helgi! T.d. er ég búin að vera að læra í allt kvöl og þaðer föstufagur :S

En brátt koma betri tímar með blóm í haga, Airwaves eftir bara 1 og 1/2 viku :D Jibbí, það verður svoooo gaman hjá okkur!!! ;)

Kv. Hanna NÖRD

Nafnlaus sagði...

Jamm ég er bara að kommenta af því að ef ég feri það ekki verður þú fúl! :P

Ég er algjör lúði og þessi helgi verður algjör lúða helgi! T.d. er ég búin að vera að læra í allt kvöl og þaðer föstufagur :S

En brátt koma betri tímar með blóm í haga, Airwaves eftir bara 1 og 1/2 viku :D Jibbí, það verður svoooo gaman hjá okkur!!! ;)

Kv. Hanna NÖRD

Nafnlaus sagði...

ohh Hanna..
það er sko líka geðveikt lúðalegt að kommenta tvisvar í röð!

(segi ég)

-hildur semverðuríhollandiþegarairwaveserarrg

Nafnlaus sagði...

ja elliot smith er godur.. eg verd reyndar alltaf frekar leid tegar eg hlusta a hann, login hans eru svo sorgleg.. en tad er kannski bara eg..

Nafnlaus sagði...

Það ert þú! Því þetta er fallegt! ...þá verður maður fallegur ekki leiður!

Oh Hanna lúði!

Oh Hildur þú ert ekki kúl að fara ekki á Airwaves (ekki Kisi heldur!)

-Björk