mánudagur, 24. september 2007

Correct as an onion...?

Sælt.

Jáh best væri að blogga Björk. Það sem að ég sit hvort eð er við tölvuna og hef ekkert að gera. Kjáni.

Ég átti afmæli um daginn, sem fór kannski ekki framhjá mörgum. Já "kjéllan" eða stelpan eins og ég vil orða það er orðin 18 ára og sjálfráða. Já! Nógu gömul til að verzla tópak og kjósa...en hvað hef ég svosem að gera með það. Pólitík er ekki inná mínu áhugasviði og reykingar er bara tímabundin tízka sem erfitt er að venja sig af.

Á afmælisdeginum fórum við, 8 stelpur, saman út að borða á Rossopomodoro. Hafdís fékk þjóninn til að giska á hver átti hvaða mat og drykki og ég fékk margskonar afmælisgjafir. Síðan héldum við 4 heim til Arnars (vinar Gunnhildar), ruddumst inn með afmælisköku, blöðrur og söng! Enginn skyldi neitt í neinu en urðu svo forviða að þeir sungu bara með. Síðan var haldið á tebó og ég sýndi stolt mín eigin skilríki! Rosalega er maður orðinn stór!

Ég fór að velta fyrir mér hugtakinu, eða við skulum segja orðinu "lauk-rétt" eða er það "laukrétt"? Í hverju fellst merking þess? Satt bezt að segja ef ég ekki grænan grun.
















Skólinn gengur sinn vanagang. Á meðan fólk gefur mér listabækur og teiknikrítar í afmælisgjöf afkasta ég að horfa á 4 Futurama þætti í skólanum ásamt því að dotta í smá stund. Af einhverri óskiljanlegri ástæðu tókst tölvunördinu (ef kalla má) Björk að vera á undan öllum í áfanga sem hún botnar ekki upp né niður í og fá þessvegna að "leika sér í Photoshop" sem ég botna ennþá minna í. Ég held bara að ég sé eitthvað að ruglast...

Takk í dag.

-Ein rugluð.

Es. Airwaves nálgast óðfluga. Kemur þú með?

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

æi ekki tala um Airwaves!
Ég verð í Hollandi...arrg..!
en ég verð með þér í anda:)og öllum hinum líka sem eru að fara..jiminn

-hildur pirraða

ps. við förum saman á næsta ári, ok?

Nafnlaus sagði...

Arg!

OK!

Björk.