þriðjudagur, 23. október 2007

Airwaves

Sælt veri fólkið.

Nú er hátíðin Airwaves, sem er tær snilld búin. Ég viðurkenni það að ég er mjög þreytt og hefði líklegast ekki enst í mikið fleiri daga. En þessir 5 dagar voru alveg magnaðir. Ég skal reyna að fara í gegnum það sem við náðum að sjá í stuttu máli.

Dagur 2:

Ég held sveimér þá að við höfum bara séð tvær hljómsveitir þetta kvöldið. Þetta rennur allt saman í eitt. Allavega, við fórumá Listasafn Reykjavíkur og sáum Lay Low sem var alveg fínt. Mér finnst lögin hennar reyndar öll mjög svipuð og mér finnst það ekki alveghalda dampi allan tímann, en hún átti sínar góðu stundir í tónleikunum.
Síðan sáum við Bandarísku hljómsveitina Grizzly Bear og þeir voru alveg brjálaðslega góðir. ég hafði bara aldrei heyrt um þessa hljómsveit áður, en við ákváðum að fara afþví að Gunnhildur sagði að þeir væru góðir. Hún hafði rétt fyrir sér! Eftir tónleikana spjölluðum við svo eitthvað smá við bassaleikarann sem virtist mjög skemmtilegur, en við ákváðum að flýja áður en Gunnhildur færi að segja eitthvað vandræðalegt.














Dagur 3:

Við Hanna og Soffía skelltum okkur á Bloc Party tónleikana í Flensborg svo við myndum ná að sjá !!! daginn eftir. Mér leið eins og 13 ára á grunnskólaballi þarna, réttast sagt. Þegar við komum inn þurftum við að blása í áfengismæla og láta merkja við okkur, og svo var verið að selja pizzusneiðar og kók í anddyrinu. En tónleikarnir fóru vel þrátt fyrir það. Við ákváðum bara að halda okkur aftast, frá þvögunni sem myndaðist þarna fremst. Bloc Party stóðu sig vel, en ég hef samt grun um að tónleikarnir þeirra á Laugardaginn hafi verið betri. Eftir Bloc Party brunuðum við úr Hafnafirðinum, skiluðum Soffíu í Grafarvoginn og stefndum beint á Listasafnið. Þar fengum við að dúsa í smá tíma í röð, en horfðum svo á Múm, sem voru alveg ágæt en ég held maður verði að fá að venjast lögunum þeirra...þetta voru allt lög af nýju plötunni. of Montreal stigu næst á svið og þau voru rosa góð. Algjör snilld. Þeir voru með rosa "show" og svo eru lögin þeirra tær snilli. Næst tókum við stefnuna á Nasa og sáum þar Ghostdigital og Hairdoctor. Þetta eru báðar mjög góðar hljómsveitir til að dansa við, enda voru dassporin ekki spöruð. Þegar ég kom heim var ég vel fiðruð eftir koddaslaginn sem Hairdoctor félagar (+einhverjar stelpur) tóku uppá!


Dagur 4:

Komum rétt um hálf níu á Gaukinn og rétt misstum af Bertel. Sáum hinsvegar einhverja rappara sem komu í staðinn fyrir The Musik Zoo. Á eftir þeim komu strákarnir í Ultra Mega Techno Bandinu Stefáni og þeir héldu gýfulegri stemningu uppi, eins og alltaf, og troðfylltu staðinn. Siggi var náttúrulega með svaka "show" og kastaði sér í þvöguna nokkuð oft´, ásamt því að klifra í loftinu, blása sápukúlur, hoppa á bassatrommunni o.fl. Ég held að aðrir hljómsveitarfélagar hafi ekki verið neitt sáttir með lætin, en engu að síðuar stóðu þeir sig allir vel.
Á eftir þeim komu Steed Lord, sem stóðu sig mjög vel. Við sáum reyndar bara svona 4 lög með þeim því að næst lá leið okkar á Nasa.
Við sáum seinasta lagið hjá Mugison, en tónleikarnir hans voru víst frábærir. Seinasta lagið var mjög gott...
Bandaríska hljómsveitin Ra Ra Riots spiluðu næst, og voru þau mjög góð. Virkilega flott hjá þeim.
Síðan voru það !!! sem spiluðu næst, en legi höfðum við beðið eftir þeim. Þetta voru mjög flottir tónleikar hjá þeim og söngvarinn var alveg á fullu útum allar trissur. Skemmtilegt já!
Síðan sat ég eftir á grindverkinu á Nasa og hlustaði á Mínus og Dr.Spock á meðan Hanna og Margrét töltu yfir á Iðnó og sáu einhverja danska hljómsveit að nafni Lali Puna (það varð einhver seinkun, þær ætluðu að fara að sjá Mammút).

Dagur 5:

Haldið var á Gaukinn, enn einusinni, til að sjá Bon Som. Í henni er Toggi samspilskennari að spila ásamt gamla tónfræðikennaranum mínu og 2 öðrum. Þetta var rosalega flott hjá þeim, og var þetta eina hljómsveitin sem ég sá sem var ekki sungið í. Góð tilbreyting.
Pikknikk stigu næst á svið og spiluðu mjög rólega og hugljúfa tóna.
Næst voru 2 hljómsveitir sem valdar voru til að spila í annað sinn á Airwaves. Það voru hljómsveitirnar Who Knew og Sudden Weather Change. Þær stóðu sig með eindæmum vel og er ekkert hægt að setja út á það.
Eftir þessar tvær hljómsveitir hlustuðum við örlítið á Ástralina í Cut off Your Hands (sem voru mjög góðir) en ákváðum síðan að tímabært væri að fara heim að sofa. Ég var alveg örmagna.

Þessir 5 dagar voru stórskemmtilegir og ég hef sjaldan skemmt mér eins vel. Ég fer án efa aftur að ári liðnu.


Takk í dag,

Björk.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já...þetta var hreint út sagt frábær hátíð og ég ætla svo sannarlega að fara aftur að ári liðnu og þá tökum við Hildi með! Takk fyrir samveruna!!! ;)
Mér fannst Of Montreal bestir!!!

Nafnlaus sagði...

ja of montreal eru godir

eg kem med ter a naesta ari!

Nafnlaus sagði...

vííí vúhú! vá ég er strax farin að hlakka til næsta Airwaves!

Nafnlaus sagði...

veivei
vá ég fæ fiðrildi í magann!
við+airwaves=gleði
ég ætla sem sagt með þér og Hönnu, next ár.
ok?

vei
-hildur

Nafnlaus sagði...

Ok! vúhú... + Sigrún!

Hildur, ví ar gonna hev a greit fun!

-Björk

Nafnlaus sagði...

bloggaðu kjúlli, bloggaðu!

ég er að vinna þig...TVÖ blogg í nóvember:D

feisss