mánudagur, 10. september 2007

Lúði!

Sælt.

Ég hef mikið velt fyrir mér um strætó...

Mér fannst strætisvagnstjórar alltaf svo tignarlegir þegar ég var lítil. Alltaf í einkennisbúningum og með hatta, og ég virkilega leit upp til þeirra. Ég er alveg viss um að á sínum tíma sögðu sumir "Ég ætla að verða strætóbílstjóri þegar ég verð stór" á Árborg í den.

Eina sem ég sé spennandi við þetta starf í dag er talstöðvakerfið!!! Það gæti orðið gaman að hlera samræður á meðan maður keyrir úrelt fólk um bæinn! Þetta heyrði ég t.d. í fimmunni í gær:

Vagnstóri A: "...heyrðu, ekki gæti ég fengið að fljóta með þér heim á eftir?"
Vagnstjóri B (frekar grumpý): "Já..."
Vagnstóri A: "Flott, ertu hvort eð er ekki aðfara í Breiðholtið"
Vagnstjóri B: "Jú segjum það..."

...æj þetta var fyndnara þegar maður heyrði þetta í kallkerfinu.
















Ég hef einhverja tilhneigingu til að skilja dótið mitt eftir í Nóatúni... svona án gríns. Ég hef gleymt símanum mínum það þrisvar sinnum að mig minnir og veskinu mínu allavega tvisvar.
Ég hélt ég væri algjörlega búin að týna kortinu mínu og strætó kortinu mínu í gær en ákvað að athuga í Nóatúni áðan. Og viti menn! Auðvitað var þetta bara í Nóatúni.

Þetta er held ég ástæðan fyrir því að fólk á það til að kalla mig "lúða"...hmm.

Lag dagsins er með strákunum í Soundspell sem hafa verið að gera góða hluti hingað til og gáfu út geisladisk fyrir rúmri viku síðan. Þessi diskur er með eindæmum góður og ég hef hlustað á hann fram og til baka. Til hamingju með þetta strákar!

Lag dagsins:
A Bird Upon the Electric Fence - Soundspell
















Takk.

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

LÚÐI, LÚÐI, LÚÐI !!! :D

Já, þú misstir af góðum tónleikum með Soundspell á föstudaginn! ;)

Nafnlaus sagði...

ég missti líka af soundspell :(

en ja bið að heilsa þú ert silungur!

Nafnlaus sagði...

ég missti líka af soundspell :(

en ja bið að heilsa þú ert silungur!

Nafnlaus sagði...

vá ég sá þig labba út úr strætó í gær (þú sást mig greinilega ekki labba inn) en ég fattaði ekki að það hefði verið þú fyrr en ég kom heim (fór að pæla í buxunum sem þú varst í)!

..þetta er óskiljanlegasta komment sem ég hef skrifað en þetta var það eina sem mér datt í hug svo það verður að hafa það..

lifi eðlisfræði!

-hildur sem er að læra f. eðlisfræðipróf

Nafnlaus sagði...

...ég fór núna að pæla í hverskonar buxum ég mögulega gat verið í sem þú pældir svona mikið í.

Takk fyrir gott komment Hildur.

Kv. lúði

Nafnlaus sagði...

ég hef verið í einhverju eðlisfræðimóki þegar ég skrifaði þetta..jiminn
það er ástand sem ég reyni að komast hjá..

-hildur

Unknown sagði...

your content looks so interesting... would love to know more about what you're writing...
whatever...
take care,
tilman

Nafnlaus sagði...

Haha Tilman. I guess you'll have to learn some Icelandic then... or get a translator!

-björk