fimmtudagur, 30. ágúst 2007

Healthy?

Bloggið mitt er eitthvað sjálfstætt í dag... ég ræð eiginlega ekkert við stafina á skjánum.

Eins og flestir vita kannski hafa ég og tölvan mín (eða aðrar tölvur) ekki átt samleið. Þetta fer vonandi að heyra fortíðinni til því að Björk er farin að opna heimasíður með flóknum slóðum um allan veraldarvefinn. Mér tókst semsagt að búa til og opna heimasíðu. Þú mátt dæma um hvort eitthvað sé í hana varið, en ég er allavega mjög stolt! http://multimedia.is/~2109892939/BHS/mhl103

...segið svo að maður læri ekki eitthvað á listabraut!

Busaböll...flókin fyribæri! Mig langar á þetta busaball, þennan langar að ég fari á þetta busaball, Gus Gus er að spila á öðru busaballi og ég hringsnýst bara og enda örugglega bara dansandi útum allan bæ.

Gunnhildur talar mikið um "að vera í hollustunni"...hún reynir það líka annanhvern dag.




















...þetta á sérstaklega við um að borða skyr og drekka djús í skólanum.

The Postal Service eru snilld, hvernig væri að fá þá til íslands?

Lag dagsins:
Brand New Colony - The Postal Service


Takk.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ég er til í að postal service komi til ítalíu

það væri snéééélldenkoff

Nafnlaus sagði...

Já það hefur mikið gerst á síðunni þinni síðan ég kíkti seinast...hehe
Hlakka til þegar það kemur eitthvað t.d. myndir, hvernig heppnuðust þær annars?
Busaballið í Kvennó er best!!!
Fór á Astrópíu áðan með Sigrúni og já, hún er spes...skildi t.d. ekki alveg nördahúmorinn!
The Postal Service eru tær snilld, Að væri fjör að komast á tónleika með þeim! ;)

Nafnlaus sagði...

myndirnar voru reyndar fyrir hinn vefinn sem er eitthvað skárri en þessi... skal sýna þér hinn vefinn þegar eitthvað er komið inná hann! ...ég skannaði ekki inn myndirnar...

Astrópía er snilld!

Postal Service eru snillingar!

Sjáumst í kvöld!

Nafnlaus sagði...

HÆ þyrsta:)

ég nenni ekki að hafa þetta langt svo ég segi bara: "ég fílaða allt!"

kv. Hildur (sem sat við hliðina á Gael García Bernal á Kaffitári í gær)