föstudagur, 23. maí 2008

Evrópugól

Sælt veri fólkið. Nú hef ég nóg að hripa niður en er líklegast búin að gleyma svolitlu af bullinu áður en ég næ að skrifa það niður.

Síðastliðnar vikur, eða við getum sagt í seinasta mánuði var Eurovision það eina sem fjölmiðlar töluðu um. Umræður um það eru löööngu gleymdar þannig að afhverju ekki að vekja þetta aftur upp 2. vikum of seint?
Sjálfsagt hver einasti Íslendingur hefur séð eða að minnsta kosti veit hvað Söngvakeppni Evrópu sem betur er þekkt sem Eurovision er. Hvergi annarsstaðar í heiminum eru haldin eins mörg og stór Eurovision partý og á Íslandi.. flestir vita ekki einusinni hvað þetta er.

Hér kemur mín útskýring á þessu fyrirbæri:
Keppni fyrir þá sem gaman hafa af því að setjast niður og hlusta á frear leiðinlega tónlist, helling af ballöðum sem hljóma allar eins, lélegt teknó og ömurlegt rokk...tja ásamt nokkrum flipp atriðum.

Ég held ég hafi horft á allar keppnirnar sem hafa verið haldnar síðan ég var svona sirka eins árs. Þetta var voða gaman þegar maður var lítill og er það reyndar enn en ég get samt eiginlega ekki hlustað á þessi lög. Stemningin við þessa keppni eru hinsvegar partýin! Alveg sama hversu léleg lögin verða þá eru partýin snilld! Í ár held ég að ég hafi bara heyrt eitt lag sem mér fannst eitthvað varið í, það var framlag Frakklands með honum Sebastian Tellier sem var mergjuð snilld. Endilega hlustið á það hér.

Finnar horfa líka á Eurovision þó þeir taki því kannski ekki alveg eins alvarlega og Íslendingar. Ég var nefnilega að koma frá Finnlandi að hitta hana Pii sem var skiptinemi hjá mér seinasta ár. Hún sagðist hafa kosið Ísland í keppninni (en þetta var klárlega lélegt lag).

Allavega Finnland! Ég ætla að lýsa fyrir ykkur hvað maður sér þegar maður keyrir eins mikið og við gerðum (keyrðum þá vegalengd sem samsvarar 2.
 hringjum í kringum Ísland, á 10 dögum):
Tré, tré, tré, tré, tré, tré, tré, tré, tré, hús, tré, tré, tré, tré, tré, tré, tré, tré, tré, tré, tré, tré, tré, kioski (búð 'in the middle of nowhere'), tré, tré, tré, tré, tré, hús, tré, tré, tré, tré, tré, hreindýr, tré, tré, tré, tré, tré, tré, hús, tré, tré, tré... o.s.frv.















Við vegarkantinn sér maður svo þríhyrnd skilti með mynd af elg og fyrir neðan hana stóð yfirleitt einhver km tala s.s. 2,7 km. Ætla mætti að eftir 2,7 km biði eitt stykki elgur á miðjum veginum tilbúinn að láta keyra á sig, en sú er ekki raunin. Ég ætla að giska á að þetta sé lengdin á svæðinu sem að elgur gæti verið á en ég hef ekki hugmynd um hvernig vegagerðarmennirnir vissu þetta vegna þess að elgurinn gæti alvge gengið km í viðbót og verið kominn út úr svæðinu sínu, þar sem að það eru skógar allsstaðar og maður býst alltaf við því að eitt stykki elgur komi hlaupandi út úr sóginum og beint á bílinn! Allavegana, ég pældi mikið í þessu á keyrslu okkar um Finnland.

















Við ferðuðumst frá Helsinki alveg lengst í norður og héldum þaðan áfram enn norðar og yfir heimskautsbauginn í Lapplandi. Í lapplandi hittum við fyrir 'hinn eina sanna jólasvein' og hann avr mjög hress. Hann sagðist eiga 13 vini á Íslandi og útum allt húsið voru myndir af honum og allskonar frægu fólki þ.á.m. Ólafi Ragnari Grímssyni og einhverjum leikurum úr Bold and the Beautiful. Eitt sem ég skyldi ekki var það hvernig jólasveinninn gat verið svona virkilega breytilegur milli ára...































Ég held ég segi ekki meira í bili enda eruð þið örugglega orðin þreytt á bullinu í mér. Hinsvegar vil ég benda ykkur á að hlusta á LCD Soundsystem til að gera ykkur glaðan dag í rigningunni! Lag dagsins er þessvegna af plötunni Sound Of Silver með LCD Soundsystem.

Lag dagsins:
Time To Get Away - LCD Soundsystem
























Takk í dag,
Björk.

mánudagur, 12. maí 2008

Allt fyrir þig

Jæjja nú jæjja.

Sigrún mín hefur kvartað sáran yfir bloggleysi, en ekki er að skrítið þar sem að ég hef verið frekar lélegur hripari að undanförnu. Ég kenni slappleika, hálsbólgu, kvefi og blóðnösum um þetta en allir vita að það er ekki gild skýring.

Ég heyrði besta svona "spontanious" brandara í heimi í sjónvarinu áðan (en ég tek það fram að ég var ekki að horfa á þennan þátt) í einhverjum Júróvísíon þætti. Meistari Dr. Gunni sagði "Ætli þeir eigi súkkulaði sem heitir Iceland í Möltu?" .... váaa best í heimi.











Það er alveg ótrúlegt hversu gott veður það hefur verið uppá síðkastið. Er þetta reyndar ekki alltaf gott veður á þessum tíma
 árs? Svona rétt á meðan allir eru í prófum og væru meira en allt til í að fara út  frekar en að hanga inni að læra. Ég held þetta sé svona samsæri. Sem betur fer þarf ég bara að taka tvö lokapróf að þessu sinni og er ég meira að segja búin með eitt. En próf eru klárlega leiðinlegasta lesefni sögunnar.

En ég ætla að leyfa fólkinu að halda áfram með próflesturinn en benda ykkur á það að ekki er slæmt að kveikja á Kings of Leon og gleyma sér í nokkrar mínútur. Ef þú getur ekki lært með það í bakgrunni væri ekki slæm hugmynd að setja Herbie Hancock eða jafnvel Keith Jarrett í tækið...

Lag dagsins:
Knocked Up - Kings Of Leon

















Ég læt þetta gott heita í dag en læt heyra í mér aftur sem allra fyrst.
-Björk.