mánudagur, 19. nóvember 2007

Oh boy, oh boy...

Sælt.

Hildur telur sig vera búin að rústa mér í nethripi í mánuðinum, þannig að það er eins gott að fara að taka sig á...

Undanfarið hef ég verið mjög upptekin við að
  • ganga á hluti.
  • bakka á steina.
  • vinna eins og brjálæðingur.
  • hanga í skólanum til lokunar þ.e. 22:00.
  • fara á tónleika.
  • gefa vitleysingum ábót á tómatsósu.
  • leyta að kortunum mínum.
  • horfa á Benny Hinn.
  • drekka kaffi.
  • borða sítrónur.

Það er afsökunin fyrir því að skrifa ekkert.

Annars getur ástæðan líka verið sú að ég hef ekkert að segja, eða þaða að ég gleymi því sem ég hef raunverulega að segja.

Í gær tókst mér að bakka á furðulegan stein sem stendur á miðju bílaplaninu hjá Hildi. Bíllinn lyftist alveg uppá steininn og steinninn færðist með. Ég þorði ekki að keyra bílinn af steininum þannig að Jósteinn (pabbi Hildar) fékk það hlutverk. Ég bakkaði það beint á steininn að það kom aðeins lítil rispa á númeraplötuna. Rosaleg er ég góð í að bakka á!

Nú ligg/sit ég veik heima og ætlaði að vera mjög dugleg að klára að lesa Harry Potter. Ég áttaði mig ekki á því fyrr en eftir nokkra kunnulega kafla að ég var búin með bók númer 5! Ég hef ekki hugmynd um hvað varð um bók númer 6 og þess vegna auglýsi ég hér með eftir henni.

Ég hef núna fáa ef ekki bara enga geisladiska heima þar sem að ég tók uppá því að lána Guðrúnu Selmu flesta og fór svo með restina útí bíl... Guðrún Selma er nefnilega að reyna að breyta um stíl og er farin að hlusta á tónlist. Þessvegna ætla ég að verða virk á næstunni í að finna tónleika til að draga hana með mér á.
Ég keypti mér geisladisk, sem nefnist The Eraser, með Thom Yorke um daginn en hann er því miður út í bíl. Þessi diskur er samt sem áður mjög góður og ég hvet ykkur til að hlusta á hann.

Lag dagsins:
Harrowdown Hill - Thom Yorke






Takk í dag.
-Björk.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ja lifid mitt er svipad atburdarikt nema tad tala allir itolsku kringum mig

Nafnlaus sagði...

Já...það er eins og það liggi einhver bölvun á Íslendingum þessa dagana, allir að klessa á! Lenti einmitt í því áðan, var hin saklausasta á leið minni heim úr skólanum í strætó og hann klessti á einhvern sendibíl, það stórsást á strætó, S5 kom okkur til bjargar, tók krók upp í Ártún og sótti okkur. Sem betur fer voru allir ómeiddir og löggan mætt á satðinn!

En til hamingju Björk með að vera búin að losna við ritstífluna!!! ;)

Nafnlaus sagði...

bakk bakk bakká stein, bakká stóran stein...

þú og bakkgír...slæmt kombó!

ég er vond, sorry. ræð ekki við mig.