fimmtudagur, 22. nóvember 2007

Day three

Blessar.

Ég hef flutt að heiman.

Já ég er búin að eignast nýtt heimili. Undanfarið hef ég búið í skólanum mínum, borðað þar, sofið, lært og hlustað á tónlist. Ég er þar allar stundir núna (nema kannski akkurat í augnablikinu þar sem að ég er að bíða eftir bílnum svo ég geti keyrt uppí skóla). Endalausum lokaverkefnum, verkefnum sem maður hafði ekki hugmynd um, hefur verið hrúaað á mann og ég sé engann kost í stöðunni nema að húka þar þar til lokar á kvöldin. Eina ástæðan fyrir því að ég fór úr skólanum í dag var sú að ég þurfti nauðsynlega að mæta í hinn skólann, tónskólann.

En við Hildur drifum okkur á tónleika á þriðjudaginn og þrátt fyrir að segjast aldrei aftur ætla að keyra keyrði ég þangað. Tónleikarnir fóru fram á Organ og voru þetta útgáfutónleikar Rökkurró. Þau voru að gefa út sinn fyrsta disk sem ber nafnið Það kólnar í kvöld... og er hann bara ansi góður. Ég keypti mér eitt stykki og sé ekki eftir því!

Lag dagsins:
Allt gullið - Rökkurró
























Takk í dag,
Björk.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

"Hildur Jósteinsdóttir hlustaði með mikilli einbeitingu..."

haha, þú ert sæt.

takk fyrir kaffið, það bjargaði mér frá glötun.

-djók

Nafnlaus sagði...

Haha...já maður reynir alltaf að vera mjögsvo fræðilegur þegar maður skrifar eitthvað inná þessa síðu!

...oh mig langar í kaffi...

-Björk

Nafnlaus sagði...

ae eg veit ekkert hvad eg a ad segja

til hamingju med bloggid titt tad skarar framur odrum bloggum (nema bleikum bangsa)