mánudagur, 24. september 2007

Correct as an onion...?

Sælt.

Jáh best væri að blogga Björk. Það sem að ég sit hvort eð er við tölvuna og hef ekkert að gera. Kjáni.

Ég átti afmæli um daginn, sem fór kannski ekki framhjá mörgum. Já "kjéllan" eða stelpan eins og ég vil orða það er orðin 18 ára og sjálfráða. Já! Nógu gömul til að verzla tópak og kjósa...en hvað hef ég svosem að gera með það. Pólitík er ekki inná mínu áhugasviði og reykingar er bara tímabundin tízka sem erfitt er að venja sig af.

Á afmælisdeginum fórum við, 8 stelpur, saman út að borða á Rossopomodoro. Hafdís fékk þjóninn til að giska á hver átti hvaða mat og drykki og ég fékk margskonar afmælisgjafir. Síðan héldum við 4 heim til Arnars (vinar Gunnhildar), ruddumst inn með afmælisköku, blöðrur og söng! Enginn skyldi neitt í neinu en urðu svo forviða að þeir sungu bara með. Síðan var haldið á tebó og ég sýndi stolt mín eigin skilríki! Rosalega er maður orðinn stór!

Ég fór að velta fyrir mér hugtakinu, eða við skulum segja orðinu "lauk-rétt" eða er það "laukrétt"? Í hverju fellst merking þess? Satt bezt að segja ef ég ekki grænan grun.
















Skólinn gengur sinn vanagang. Á meðan fólk gefur mér listabækur og teiknikrítar í afmælisgjöf afkasta ég að horfa á 4 Futurama þætti í skólanum ásamt því að dotta í smá stund. Af einhverri óskiljanlegri ástæðu tókst tölvunördinu (ef kalla má) Björk að vera á undan öllum í áfanga sem hún botnar ekki upp né niður í og fá þessvegna að "leika sér í Photoshop" sem ég botna ennþá minna í. Ég held bara að ég sé eitthvað að ruglast...

Takk í dag.

-Ein rugluð.

Es. Airwaves nálgast óðfluga. Kemur þú með?

mánudagur, 10. september 2007

Lúði!

Sælt.

Ég hef mikið velt fyrir mér um strætó...

Mér fannst strætisvagnstjórar alltaf svo tignarlegir þegar ég var lítil. Alltaf í einkennisbúningum og með hatta, og ég virkilega leit upp til þeirra. Ég er alveg viss um að á sínum tíma sögðu sumir "Ég ætla að verða strætóbílstjóri þegar ég verð stór" á Árborg í den.

Eina sem ég sé spennandi við þetta starf í dag er talstöðvakerfið!!! Það gæti orðið gaman að hlera samræður á meðan maður keyrir úrelt fólk um bæinn! Þetta heyrði ég t.d. í fimmunni í gær:

Vagnstóri A: "...heyrðu, ekki gæti ég fengið að fljóta með þér heim á eftir?"
Vagnstjóri B (frekar grumpý): "Já..."
Vagnstóri A: "Flott, ertu hvort eð er ekki aðfara í Breiðholtið"
Vagnstjóri B: "Jú segjum það..."

...æj þetta var fyndnara þegar maður heyrði þetta í kallkerfinu.
















Ég hef einhverja tilhneigingu til að skilja dótið mitt eftir í Nóatúni... svona án gríns. Ég hef gleymt símanum mínum það þrisvar sinnum að mig minnir og veskinu mínu allavega tvisvar.
Ég hélt ég væri algjörlega búin að týna kortinu mínu og strætó kortinu mínu í gær en ákvað að athuga í Nóatúni áðan. Og viti menn! Auðvitað var þetta bara í Nóatúni.

Þetta er held ég ástæðan fyrir því að fólk á það til að kalla mig "lúða"...hmm.

Lag dagsins er með strákunum í Soundspell sem hafa verið að gera góða hluti hingað til og gáfu út geisladisk fyrir rúmri viku síðan. Þessi diskur er með eindæmum góður og ég hef hlustað á hann fram og til baka. Til hamingju með þetta strákar!

Lag dagsins:
A Bird Upon the Electric Fence - Soundspell
















Takk.