




Á einni listasýnignunni var mér meira að segja boðið að spila í hljómsveit, sem ég reyndar afþakkaði pent. Og þá var ég orðin 7. manneskjan sem hafnaði þessu tilboði (án efa besta tilboðið)!
Einnig fórum við Hanna á skíði/bretti og slösuðum okkur lítillega. Þ.e.s. við vorum allavega vel marðar eftir þrjá daga í fjallinu.
Á miðvikudaginn hélt ég síðan ein á leið aftur heim til borgarinnar. Á leiðinni las ég Svartfugl, át ballerínukex, talaði við gamla karla og skrítnar og svaf. Held þetta hafi verið það allra skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu, sérstaklega af því að ég var ekki með iPod með mér.
Geisladiskamarkaðurinn í perlunni er opnaður! Geggjað, keypti mér 2 geisladiska á á fimmtudaginn og ef markaðurinn verður enn í gangi þegar útborgunardagur kemur fer ég án efa aftur þangað.
Einn af geisladiskunum sem ég keypti var Inside In Inside Out með The Kooks, sem ég hef reyndar hlustað á hjá henni Sigrúnu að mig minnir. Góður diskur já, og mjög breskur. Lag dagsins er því af þeim disk og er það án efa mest spilaða lagið af plötunni því það er svo best!
Lag dagsins
Naive - The Kooks
Takk í dag og 'gleðilega' páska.
-Björk.
Fyrir utan smá veikindi heppnaðist ferðin vel og eru ferðalangar staðráðnir í því að endurtaka verður ferðina við tækifæri. Tekið var lítið að jólagjöfum með í för en mikið var um myndir af jólagjöfum sem biðu svo heima á Íslandi. Ég fékk t.d. Holgu myndavél frá Baldri og fjölskyldu og hún héltathygli minni það sem eftir var af kvöldinu (teipa og setja saman).
Gullkorn ferðarinnar:
1.Tinna var að reyna að kaupa ólívur í búðinni og reyndi nokkrum sinnum að segja ólívur skiljanlega á einhverskonar útlensku. Þá heyrði hún strák fyrir aftan hana kalla “OLIVER” þannig að hún lét á það reyna. Strákurinn fyrir aftan hana var því miður að kalla á vin sinn Oliver.
2.María hljálpaði gamalli konu sem hafði dottið í hálku á fætur. Konan þakkaði vel fyrir sig “Grazie, grazie” og María sem ætlaði að vera voða klár í Ítölsku stundi útúr sér “pergo”. Parket hefur kannski verið ofarlega í huga hennar þessa stundina.
En meira var það ekki. Ég fékk tvo geisladiska í jólagjöf, Hjaltalín diskinn frá Tinnu og Myth Takes með !!!(Chk Chk Chk) frá Hildi. Þeir eru báðir mjög góðir og venjast vel. En lag dagsins er af Myth Takes, þessi hljómsveit er algjör snilli.
Lag dagsins:
Heart of Hearts - !!! (Chk Chk Chk)