laugardagur, 29. mars 2008
Meinyrði
laugardagur, 22. mars 2008
Bæ bæ Ísland!
Páskafrí?
Eða bara smástund til að vinna upp uppsafnaða óunna heimavinnu?
Eða djammfrí?
Jah flestir kalla þetta örugglega ekki fyrsta kostinn. Enginn veit lengur afhverju páskarnir eru og þó svo að nokkuð margir íslendingar séu skráðir í íslensku þjóðkirkjuna efast ég um að meira en helmingurinn sé trúaður að vissu marki. En frí eru samt sem áður ávalt jákvæður hlutur, en eru páskarnir jákvæður hlutur? Allavega voru þeir það ekki fyrir tæpum 2000 árum...
Ég byrjaði fríið samt sem áður með pompi og prakt og skellti mér í rútu á leið Norður ásamt Hönnu. Í för voru urmull af fötum (frá mér), skíði, bretti, sundföt og annað nothæft.
Við gistum (á Akureyri ef enginn var búinn að fatta) hjá Tryggva frænda hennar Hönnu og leiddi hann okkur á ýmissa viðburði, s.s. :
- Listasýningar
- Bókamarkað
- Hagkaup
- Ríkið
- Keiluna
- Brynju
- Búlluna
Á einni listasýnignunni var mér meira að segja boðið að spila í hljómsveit, sem ég reyndar afþakkaði pent. Og þá var ég orðin 7. manneskjan sem hafnaði þessu tilboði (án efa besta tilboðið)!
Einnig fórum við Hanna á skíði/bretti og slösuðum okkur lítillega. Þ.e.s. við vorum allavega vel marðar eftir þrjá daga í fjallinu.
Á miðvikudaginn hélt ég síðan ein á leið aftur heim til borgarinnar. Á leiðinni las ég Svartfugl, át ballerínukex, talaði við gamla karla og skrítnar og svaf. Held þetta hafi verið það allra skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu, sérstaklega af því að ég var ekki með iPod með mér.
Geisladiskamarkaðurinn í perlunni er opnaður! Geggjað, keypti mér 2 geisladiska á á fimmtudaginn og ef markaðurinn verður enn í gangi þegar útborgunardagur kemur fer ég án efa aftur þangað.
Einn af geisladiskunum sem ég keypti var Inside In Inside Out með The Kooks, sem ég hef reyndar hlustað á hjá henni Sigrúnu að mig minnir. Góður diskur já, og mjög breskur. Lag dagsins er því af þeim disk og er það án efa mest spilaða lagið af plötunni því það er svo best!
Lag dagsins
Naive - The Kooks
Takk í dag og 'gleðilega' páska.
-Björk.