Já sælt.
Á föstudaginn skellti ég mér á jólahlaðborð á Hótel Sögu með Lauru og Zetunni. Þar sem að meðalaldurinn á starfsfólki þarna er örugglega á milli 40. og 50. sáu ekki margir fyrir sér að ég gæti verið eitthvað lengi og bauðst Hanna til að sækja mig.
Hinsvegar var svo gaman að ég endaði með að fá far með yfirmanni mínum heim (reyndar bara klukkan 1) vegna þess að Hanna nennti ekki að bíða lengur. Ég held ég hafi bara sjaldan skemmt mér eins vel!
Veit einhver hvar maður finnur BYKO? Ég eyddi miklum tíma í að finna BYKO í gær en ég endaði í Blómaval að versla Hyasintu og blómapotta. En annars er mér alveg sama hvar BYKO er núna vegna þess að ég fann það sem ég var að leyta að í Te & Kaffi...
Heyrst hefur úti á götum að veðrið sé alltaf að breytast, það er svosem ekkert nýtt fyrir okkur. Hinsvegar breytist veðrið það ört (sól að hádegi, rigning kl 2, sviftivindar um 3. leytið, snjóbylur kl. 5, logn uppúr 7 og svo grenjandi rigning aftur um 8 til að losna við snjóinn og skapa smá hálku) að fólk talar ekki lengur um veðrirð heldur "sýnishornin".
Ég efa það að hvít jól séu framundan nema þá svona í klukkustund.
Í dag er víst tími fyrir jólalög. Já, ég þoli hreint ekki flest jólalög en ég verð að játa mig sigraða og viðurkenna að það er leyfilegt að spila jólalög í byrjun desember, en nóvember er ALLTOF snemmt! Ein af fáum jólaplötum sem mér finnst gaman af er Christmas Album með Jackson 5. Þetta var á þeim tíma þegar Michael var 12 ára og ennþá svartur og krúttlegur (annað en í dag).
Lag dagsins:
Give Love on Christmas Day - Jackson 5
...vá, hárið er bara algjör snilld.
Takk í dag,
Björk.
mánudagur, 3. desember 2007
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)