fimmtudagur, 22. nóvember 2007
Day three
Ég hef flutt að heiman.
Já ég er búin að eignast nýtt heimili. Undanfarið hef ég búið í skólanum mínum, borðað þar, sofið, lært og hlustað á tónlist. Ég er þar allar stundir núna (nema kannski akkurat í augnablikinu þar sem að ég er að bíða eftir bílnum svo ég geti keyrt uppí skóla). Endalausum lokaverkefnum, verkefnum sem maður hafði ekki hugmynd um, hefur verið hrúaað á mann og ég sé engann kost í stöðunni nema að húka þar þar til lokar á kvöldin. Eina ástæðan fyrir því að ég fór úr skólanum í dag var sú að ég þurfti nauðsynlega að mæta í hinn skólann, tónskólann.
En við Hildur drifum okkur á tónleika á þriðjudaginn og þrátt fyrir að segjast aldrei aftur ætla að keyra keyrði ég þangað. Tónleikarnir fóru fram á Organ og voru þetta útgáfutónleikar Rökkurró. Þau voru að gefa út sinn fyrsta disk sem ber nafnið Það kólnar í kvöld... og er hann bara ansi góður. Ég keypti mér eitt stykki og sé ekki eftir því!
Lag dagsins:
Allt gullið - Rökkurró
Takk í dag,
Björk.
mánudagur, 19. nóvember 2007
Oh boy, oh boy...
Hildur telur sig vera búin að rústa mér í nethripi í mánuðinum, þannig að það er eins gott að fara að taka sig á...
Undanfarið hef ég verið mjög upptekin við að
- ganga á hluti.
- bakka á steina.
- vinna eins og brjálæðingur.
- hanga í skólanum til lokunar þ.e. 22:00.
- fara á tónleika.
- gefa vitleysingum ábót á tómatsósu.
- leyta að kortunum mínum.
- horfa á Benny Hinn.
- drekka kaffi.
- borða sítrónur.
Það er afsökunin fyrir því að skrifa ekkert.
Annars getur ástæðan líka verið sú að ég hef ekkert að segja, eða þaða að ég gleymi því sem ég hef raunverulega að segja.
Í gær tókst mér að bakka á furðulegan stein sem stendur á miðju bílaplaninu hjá Hildi. Bíllinn lyftist alveg uppá steininn og steinninn færðist með. Ég þorði ekki að keyra bílinn af steininum þannig að Jósteinn (pabbi Hildar) fékk það hlutverk. Ég bakkaði það beint á steininn að það kom aðeins lítil rispa á númeraplötuna. Rosaleg er ég góð í að bakka á!
Nú ligg/sit ég veik heima og ætlaði að vera mjög dugleg að klára að lesa Harry Potter. Ég áttaði mig ekki á því fyrr en eftir nokkra kunnulega kafla að ég var búin með bók númer 5! Ég hef ekki hugmynd um hvað varð um bók númer 6 og þess vegna auglýsi ég hér með eftir henni.
Ég hef núna fáa ef ekki bara enga geisladiska heima þar sem að ég tók uppá því að lána Guðrúnu Selmu flesta og fór svo með restina útí bíl... Guðrún Selma er nefnilega að reyna að breyta um stíl og er farin að hlusta á tónlist. Þessvegna ætla ég að verða virk á næstunni í að finna tónleika til að draga hana með mér á.
Ég keypti mér geisladisk, sem nefnist The Eraser, með Thom Yorke um daginn en hann er því miður út í bíl. Þessi diskur er samt sem áður mjög góður og ég hvet ykkur til að hlusta á hann.
Lag dagsins:
Harrowdown Hill - Thom Yorke
Takk í dag.
-Björk.